Ferill 138. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 440  —  138. mál.

2. umræða.


Nefndarálit


um frumvarp til laga um brottfall laga um stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja, nr. 10/2001, með síðari breytingum.

Frá atvinnuveganefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið sem lýtur að því að fella brott lög um stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja, nr. 10/2001, með síðari breytingum, enda er Hitaveita Suðurnesja ekki lengur starfandi.
    Fyrirtækið var lagt niður árið 2008 og við hlutverki þess tóku tvö sjálfstæð fyrirtæki, HS Orka hf. og HS Veitur hf., en starfsemi þeirra fellur undir önnur lög á þessu sviði og ekki er talin þörf á sérákvæðum eða undanþágum frá þeim.
    Í frumvarpinu felst ákveðin lagahreinsun og leggur nefndin til að það verði samþykkt óbreytt.
    Þorgerður K. Gunnarsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hún samþykk áliti þessu.

Alþingi, 1. mars 2018.

Lilja Rafney Magnúsdóttir,
form.
Smári McCarthy,
frsm.
Inga Sæland.
Halla Signý Kristjánsdóttir. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Ásmundur Friðriksson.
Kolbeinn Óttarsson Proppé. Njáll Trausti Friðbertsson. Sigurður Páll Jónsson.