Ferill 349. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 463  —  349. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um launaþróun stjórnenda ríkisfyrirtækja og ríkisstofnana.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Hver var þróun launa stjórnenda, þ.e. forstjóra og framkvæmdastjórnar, 10 stærstu ríkisfyrirtækja og ríkisstofnana sl.10 ár? Óskað er eftir samantekt þar sem fram komi línurit sem sýni þróun meðallauna þessa hóps í hverju fyrirtæki eða stofnun fyrir sig borið saman við þróun vísitölu launa yfir sama tímabil.
     2.      Hver hefur þróun þessara launa verið ef fyrirtækjunum og stofnununum er skipt í tvo flokka eftir uppruna helstu tekna, þ.e.
                  a.      þau sem eru aðallega rekin fyrir eigin tekjur, svo sem Landsvirkjun, Isavia, Íslandspóstur, Landsnet, ÁTVR og Rarik,
                  b.      þau sem eru aðallega rekin fyrir fjárveitingar úr ríkissjóði, svo sem Landspítalinn, Stjórnarráð Íslands, Háskóli Íslands og RÚV?
     3.      Ef launaþróun stjórnenda eins eða fleiri fyrirtækja eða stofnana er á tímabilinu mjög frábrugðin meðalþróuninni, hverja telur ráðherra skýringuna á því vera?
     4.      Ef launaþróun þessara tveggja stjórnendahópa er mismunandi á tímabilinu, hverja telur ráðherra skýringuna á því vera?
     5.      Hver voru meðallaun þessara stjórnenda á síðasta ári, greind niður á fyrirtæki og stofnanir?


Skriflegt svar óskast.