Ferill 351. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 465  —  351. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um afstöðu Íslands til kjarnorkuvopna.

Frá Smára McCarthy.

     1.      Hvers vegna er Ísland ekki aðili að alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum sem var samþykktur á sérstakri ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 7. júlí 2017?
     2.      Hvers vegna tók Ísland ekki þátt í atkvæðagreiðslum um samninginn, ýmist til hjásetu eða neitunar, ef afstaða ríkisstjórnar Íslands var á þá leið að gangast ekki undir samninginn?
     3.      Eru einhverjar greinar samningsins sem ráðherra telur ganga gegn skuldbindingum Íslands við NATO eða aðrar alþjóðaskuldbindingar Íslands? Ef svo er, á hvaða hátt?
     4.      Telur ráðherra að í aðild Íslands að NATO felist samþykki fyrir tilvist, þróun og viðhaldi kjarnorkuvopna?
     5.      Hefur kjarnorkuvopnaeign annarra ríkja einhver áhrif á varnarmálastefnu Íslands? Ef svo er, hver?
     6.      Eru núna, eða hafa einhvern tíma verið, kjarnorkuvopn á Íslandi eða innan lögsögu Íslands, ýmist með eða án heimildar íslenska ríkisins? Ef svo er, á hvaða tímabilum var það, hvers konar vopn (tegund og kraftur, eftir því sem það er vitað), á vegum hverra og á grunni hvaða heimildar?


Skriflegt svar óskast.