Ferill 353. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 470  —  353. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um jafnréttismat.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu hátt hlutfall stjórnarfrumvarpa hefur verið metið út frá áhrifum þeirra á stöðu kynjanna á gildistíma innleiðingaráætlunar kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar sem samþykkt var 19. júní 2015? Svarið óskast sundurgreint eftir ráðuneytum og árum.
     2.      Hvernig horfir með það markmið innleiðingaráætlunarinnar að ráðuneyti framkvæmi jafnréttismat á 70% frumvarpa á yfirstandandi ári og að hlutfallið verði 100% árið 2019?


Skriflegt svar óskast.