Ferill 356. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 480  —  356. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um einkaleyfi og nýsköpunarvirkni.

Frá Bryndísi Haraldsdóttur.


     1.      Hefur ráðherra áhyggjur af þeirri þróun að Íslendingar eiga engin einkaleyfi á sviði jarðvarmavinnslu á meðan erlendir aðilar hafa skráð töluvert af slíkum einkaleyfum hér á landi?
     2.      Hefur ríkisstjórnin eða ráðherra það að markmiði að fjölga íslenskum einkaleyfum til að auka enn frekar samkeppnishæfni landsins?
     3.      Hvaða aðferðum beitir hið opinbera til að hvetja til þess að íslenskir vísindamenn og hugverkamenn verndi hugverk sín með því að sækja um einkaleyfi?