Ferill 379. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
148. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.
Þingskjal 505 — 379. mál.
Viðbót.
Fyrirspurn
til fjármála- og efnahagsráðherra um skuldaskil einstaklinga.
Frá Ólafi Ísleifssyni.
1. Í hve mörgum tilfellum á árunum 2008–2017 leystu kröfuhafar, þ.e. fjármálafyrirtæki og aðrir lánveitendur, til sín fasteignir einstaklinga á grundvelli almenns samningsfrelsis, án úrskurðar um fullnustugerð, samnings um greiðsluaðlögun eða sambærilegra úrræða? Svar óskast sundurliðað eftir árum, mánuðum, lánveitendum og landsvæðum.
2. Telur ráðherra koma til greina að setja reglur um almenna skyldu fjármálafyrirtækja til að upplýsa um fjölda tilfella þar sem þau hafa leyst til sín fasteign einstaklings í tengslum við skuldaskil eða skuldauppgjör, hvort sem er með fullnustu- og réttarúrræðum, á grundvelli samninga, eða með öðrum hætti, á tilteknu tímabili?
Skriflegt svar óskast.