Ferill 380. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 506  —  380. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um biðlista og stöðugildi sálfræðinga.

Frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.


     1.      Hversu langur biðlisti er eftir viðtali við sálfræðing hjá eftirfarandi stofnunum:
                  a.      Heilbrigðisstofnun Austurlands,
                  b.      Heilbrigðisstofnun Norðurlands,
                  c.      Heilbrigðisstofnun Suðurlands,
                  d.      Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,
                  e.      Heilbrigðisstofnun Vestfjarða,
                  f.      Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
                  g.      heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu?
     2.      Hversu mörg stöðugildi sálfræðinga eru við hverja þessara stofnana og hversu mörg telur ráðherra að þau þurfi að vera til að tryggja viðunandi þjónustu?


Skriflegt svar óskast.