Ferill 382. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 508 — 382. mál.
Fyrirspurn
til heilbrigðisráðherra um lyf við inflúensu fyrir börn á skólaskyldualdri.
Frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.
Telur ráðherra að það kunni að vera þjóðhagslega hagkvæmt að gefa börnum á skólaskyldualdri lyf við inflúensu, líkt og tíðkast á Englandi þar sem börn fá lyfið í formi nefúða?
Skriflegt svar óskast.