Ferill 384. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 510 — 384. mál.
Fyrirspurn
til umhverfis- og auðlindaráðherra um landvörslu.
Frá Birni Leví Gunnarssyni.
1. Hversu margar voru landvarðavikur á árinu 2017 og hversu margar eru áætlaðar á árinu 2018?
2. Hefur landvarsla haldist í hendur við aukinn fjölda ferðamanna undanfarin ár?
3. Hversu miklu fjármagni var veitt til landvörslu árið 2017, skipt eftir friðlýstum svæðum og þjóðgörðum, og hversu mikið fé er áætlað til landvörslu fyrir árið 2018?
Skriflegt svar óskast.