Ferill 385. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 511  —  385. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um saltburð og mengandi efni í nágrenni vatnsverndarsvæða höfuðborgarsvæðisins.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hve mörg tonn af vegsalti voru árlega borin á Suðurlandsveg, í nágrenni vatnsverndarsvæða höfuðborgarsvæðisins, á árunum 2012–2017?
     2.      Hafa áhrif saltburðarins á gæði neysluvatns verið metin með reglubundnum hætti og þá hve oft? Hverjar eru niðurstöður slíkra rannsókna varðandi gæði neysluvatns, til skamms og langs tíma?
     3.      Hafa áhrif á gæði neysluvatns af gúmmíkurli frá hjólbörðum bifreiða og af öðrum mengandi efnum sem fylgja umferð bifreiða í nágrenni vatnsverndarsvæða höfuðborgarsvæðisins verið metin með reglubundnum hætti og þá hve oft? Hverjar eru niðurstöður slíkra rannsókna varðandi gæði neysluvatns, til skamms og langs tíma?


Skriflegt svar óskast.