Ferill 208. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 512  —  208. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Silju Dögg Gunnarsdóttur um greiðsluþátttöku ríkisins í tæknifrjóvgunarmeðferðum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hafa reglur verið endurskoðaðar um greiðsluþátttöku ríkisins í tæknifrjóvgunarmeðferðum, m.a. með tilliti til greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í fyrstu glasafrjóvgunarmeðferð og greiðsluþátttöku óháð því hvort pör eða einstaklingar eigi barn fyrir, sbr. þingsályktun nr. 58/145 sem samþykkt var á Alþingi 8. september 2016? Ef ekki, hvenær er ráðgert að sú endurskoðun hefjist og að henni verði lokið?

    Vinna við endurskoðun reglnanna hófst fyrr á þessu ári og vonir eru bundnar við að þeirri vinnu ljúki á næstu vikum.