Ferill 126. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 514  —  126. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um kostnað Vegagerðarinnar við fjárfrekar nýframkvæmdir og viðhald.


     1.      Hver hefur verið árlegur kostnaður Vegagerðarinnar við nýframkvæmdir og meiri háttar viðhalds- og endurbyggingaverkefni í tengslum við brýr, jarðgöng, mislæg gatnamót og tvöföldun akvega frá árinu 2000? Svarið óskast uppreiknað til núvirðis og sundurliðað eftir framkvæmdaárum.
    Eftirfarandi eru þrjár myndir þar sem fram koma upplýsingar um fjárveitingar hvers árs í hlutfalli við önnur ár sem fyrirspurnin nær til. Til ársins 2012 eru upplýsingarnar unnar úr skýrslum Vegagerðarinnar um framkvæmd samgönguáætlunar en eftir það úr ársskýrslum Vegagerðarinnar. Miðað hefur verið við fjárveitingar til nýframkvæmda, viðhalds og þjónustu fyrir hvert ár frá 2000. Viðhaldsverkefni eru í eðli sínu smá þó heildarfjárveitingar til einstakra verkþátta séu háar. Sem dæmi má nefna að heildarfjárveitingar til að leggja bundið slitlag eru háar en einstök verk eru smá. Því er ekki hægt að tala um meiri háttar viðhaldsverkefni. Til viðhalds er sérstakur fjárveitingaliður og er miðað við hann.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     2.      Hver var kostnaðaráætlun og hver endanlegur framkvæmdakostnaður fimm stærstu framangreindra verkefna hvers árs á núvirði?
    Eins og í svarinu við fyrri lið fyrirspurnarinnar voru upplýsingar til ársins 2012 unnar upp úr skýrslum Vegagerðarinnar um framkvæmd samgönguáætlunar en eftir það úr ársskýrslum Vegagerðarinnar. Svarið var unnið með þeim hætti að miðað er við allan kostnað frá undirbúningi til loka verks hvort sem verkið tók meira en ár í framkvæmd eða ekki. Kostnaður hvers árs hefur verið færður til meðalvísitölu ársins 2016. Kostnaðaráætlun var síðan færð til verðlags frá útboðsári verks til meðalvísitölu ársins 2016. Í öllum tilfellum er notuð vísitala Vegagerðar til ársins 2006 en eftir það vísitala áætlana. Þessar vísitölur eru reiknaðar út hjá Vegagerðinni og taldar lýsa breytingum í vegagerð best.
    
Einstök verkefni:
Breikkun Reykjanesbrautar (41-15 til 41-18).
    Kostnaðartímabil: 2002–2011.
    Umfang verks: Breikkun úr tveimur akreinum í fjórar, frá Hvassahrauni til Njarðvíkur. Lengd kafla 12 km og vegamótabrýr á 6 stöðum (12 brýr).
    Kostnaðaráætlun: 6.567 millj. kr.
    Kostnaður: 7.233 millj. kr.
Reykjanesbraut, vegamót við Stekkjarbakka (41-11).
    Kostnaðartímabil: 2003–2006.
    Umfang verks: Mislæg vegamót Reykjanesbrautar og Stekkjarbakka. Gerð tveggja vegbrúa og göngubrúar yfir Reykjanesbraut og vegtengingar.
    Kostnaðaráætlun: 1.869 millj. kr.
    Kostnaður: 1.849 millj. kr.
Reykjanesbraut vegamót við Breiðholtsbraut (41-11).
    Kostnaðartímabil: 2000–2001.
    Umfang verks: Mislæg vegamót Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar. Brú á Breiðholtsbraut yfir Reykjanesbraut, brú á Breiðholtsbraut yfir Álfabakka, undirgöng undir Dalveg, Nýbýlaveg og Breiðholtsbraut og vegtengingar.
    Kostnaðaráætlun: 2.562 millj. kr.
    Kostnaður: 3.123 millj. kr.
Þverárfjallsvegur (744-01 og 744-02).
    Kostnaðartímabil: 2000–2005.
    Umfang verks: Nýbygging á 21,5 km löngum kafla frá Skagastrandarvegir að Skagavegi og bygging brúar á Laxá hjá Skrapatungu.
    Kostnaðaráætlun: 1.493 millj. kr.
    Kostnaður: 1.390 millj. kr.
Norðausturvegur (85-06 til 85-09).
    Kostnaðartímabil: 1999–2006.
    Umfang verks: Nýbygging á 36,6 km löngum kafla frá Héðinshöfða að Víkingavatni og bygging brúar á Lónsós.
    Kostnaðaráætlun: 3.254 millj. kr.
    Kostnaður: 3.281 millj. kr.
Upphéraðsvegur (931) um Fljótsdal.
    Kostnaðartímabil: 2000–2003.
    Umfang verks: Endur- og nýbygging á 17 km löngum kafla frá að Valþjófsdal og bygging brúa á Gilsá, Jökulsá í Fljótsdal, Bessastaðaá og Hengifossá.
    Kostnaðaráætlun: 1.526 millj. kr.
    Kostnaður: 1.601 millj. kr.
Hringvegur (1), jarðgöng undir Almannaskarð.
    Kostnaðartímabil: 2003–2009.
    Umfang verks: Lengd jarðganga í bergi 1,15 km, steyptir vegskálar 160 m, lengd vega 5,8 km.
    Kostnaðaráætlun: 2.387 millj. kr.
    Kostnaður: 2.354 millj. kr.
Suðurfjarðavegur (96), Fáskrúðsfjarðargöng.
    Kostnaðartímabil: 2003–2009.
    Umfang verks: Lengd jarðganga í bergi 5,7 km, steyptir vegskálar 200 m, lengd vega 8,5 km.
    Kostnaðaráætlun: 8.425 millj. kr.
    Kostnaður: 8.021 millj. kr.
Siglufjarðarvegur (76), Héðinsfjarðargöng.
    Kostnaðartímabil: 2005–2016.
    Umfang verks: Lengd jarðganga í bergi 10,6 (3,7+6,9) km, steyptir vegskálar 450 m, lengd vega 3,2 km, brú á Héðinsfjarðará.
    Kostnaðaráætlun: 13.998 millj. kr.
    Kostnaður: 17.191 millj. kr.
Djúpvegur (61), Bolungarvíkurgöng.
    Kostnaðartímabil: 2005–2016.
    Umfang verks: Lengd jarðganga í bergi 5,1 km, steyptir vegskálar 310 m, lengd vega 3,7 km, brýr á Hnífsdalsá og Ósá.
    Kostnaðaráætlun: 8.662 millj. kr.
    Kostnaður: 8.072 millj. kr.
Nesbraut (49), færsla Hringbrautar.
    Kostnaðartímabil: 2004–2007.
    Umfang verks: Færsla Hringbrautar frá Rauðarárstíg að Þorfinnstjörn og tengingar við gatnakerfi, fjórar göngubrýr og ein undirgöng.
    Kostnaðaráætlun: 2.398 millj. kr.
    Kostnaður: 2.475 millj. kr.
Snæfellsnesvegur (54) um Kolgrafafjörð.
    Kostnaðartímabil: 2001–2007.
    Umfang verks: Nýbygging á 7,3 km löngum vegi og 230 m langri brú á Kolgrafafjörð.
    Kostnaðaráætlun: 1.841 millj. kr.
    Kostnaður: 1.864 millj. kr.
Hringvegur (1), um Þjórsá.
    Kostnaðartímabil: 2002–2005.
    Umfang verks: Bygging 170 m langrar brúar á Þjórsá og 4 km langs vegarkafla.
    Kostnaðaráætlun: 1.343 millj. kr.
    Kostnaður: 1.274 millj. kr.
Lyngdalsheiðarvegur (365).
    Kostnaðartímabil. 2004–2015
    Umfang verks: Nýbygging á 15 km löngum vegi milli Þingvallavegar og Laugarvatns.
    Kostnaðaráætlun: 1.309 millj. kr.
    Kostnaður: 1.736 millj. kr.
Suðurstrandarvegur (427-05 til 427-13).
    Kostnaðartímabil: 2007–2015.
    Umfang verks: Nýbygging á 49 km löngum vegi milli Ísólfsskála og Þorlákshafnar.
    Kostnaðaráætlun: 2.575 millj. kr.
    Kostnaður: 2.452 millj. kr.
Reykjanesbraut (41), Kaplakriki–Kaldárselsvegur.
    Kostnaðartímabil: 2001–2006.
    Umfang verks: Færsla og breikkun Reykjansebrautar frá Kaplakrika að Kaldárselsvegi, vegbrú og göngubrú yfir Reykjanesbraut, gerð þrennra undirganga og og tvennra undirganga.
    Kostnaðaráætlun: 3.245 millj. kr.
    Kostnaður: 2.690 millj. kr.
Reykjanesbraut (41), Fífuhvammsvegur–Kaplakriki.
    Kostnaðartímabil: 2004–2010.
    Umfang verks. Breikkun fífuhvammsvegar frá Fífuhvammsvegi að Kaplakrika og mislæg vegamót við Urriðaholt.
    Kostnaðaráætlun: 3.075 millj. kr.
    Kostnaður: 3.499 millj. kr.
Vestfjarðavegur (60), Múli Vattarnes.
    Kostnaðartímabil: 2002–2004.
    Umfang verks: Nýbygging á 19,2 km löngum kafla frá Múla í Kollafirði og á Vattarnes.
    Kostnaðaráætlun: 1.334 millj. kr.
    Kostnaður: 1.156 millj. kr.
Hringvegur (1) um Svínahraun.
    Kostnaðartímabil: 2004–2007.
    Umfang verks: Nýbygging á 3 km löngum kafla frá Hveradalabrekku að Litlu kaffistofunni og gerð mislægra vegamóta við Þrengslaveg.
    Kostnaðaráætlun: 955 millj. kr.
    Kostnaður: 995 millj. kr.
Hringvegur (1), Víkurvegur Skarhólabraut.
    Kostnaðartímabil: 2004–2007.
    Umfang verks: Tvöföldun hringvegar frá Víkurvegi að Skarhólabraut ásamt tveimur brúm á Korpu
    Kostnaðaráætlun: 1.928 millj. kr.
    Kostnaður: 2.002 millj. kr.
Djúpvegur (61), Kleifar–Hestur.
    Kostnaðartímabil: 2003–2006.
    Umfang verks: Endurgerð 31,5 km langan kafla Djúpvegar milli Kleifa í Skötufirði og Eiðis í Hestfirði.
    Kostnaðaráætlun: 1.178 millj. kr.
    Kostnaður: 1.115 millj. kr.
Hringvegur (1), Borgarfjarðarbraut–Brekkunef.
    Kostnaðartímabil: 2004–2010.
    Umfang verks: Endur- og nýbygging Hringvegar á 15,5 km löngum kafla milli Borgarfjarðarbrautar og Brekkunefs.
    Kostnaðaráætlun: 1.483 millj. kr.
    Kostnaður: 1.574 millj. kr.
Hringvegur (1) um Norðurárdal í Skagafirði.
    Kostnaðartímabil: 2003–2010.
    Umfang verks: Nýbygging á 14 km löngum kafla Hringvegar í Norðurárdal í Skagafirði og bygging þriggja brúa.
    Kostnaðaráætlun: 1.876 millj. kr.
    Kostnaður: 1.632 millj. kr.
Vestfjarðavegur (60) um Bröttubrekku.
    Kostnaðartímabil: 1999–2005.
    Umfang verks: Endurbygging á 16,9 km löngum kafla Vestfjarðavegar frá Hringvegi um Bröttubrekku að Breiðabólstað í Miðdölum.
    Kostnaðaráætlun: 1.303 millj. kr.
    Kostnaður: 1.492 millj. kr.
Djúpvegur (61), Reykjanes–Hörtná.
    Kostnaðartímabil: 2005–2012.
    Umfang verks: Lögn á nýjum Djúpvegi á 14 km kafla um Reykjanes, yfir Reykjafjörð, um Sveinhúsanes, Vatnsfjörð, Vatnsfjarðarháls og yfir Mjóafjörð ásamt brúm á Reykjafjörð, Vatnsfjarðarós og Mjóafjörð.
    Kostnaðaráætlun: 2.986 millj. kr.
    Kostnaður: 3.119 millj. kr.
Norðausturvegur (85) Katastaðir–Krossavík.
    Kostnaðartímabil. 2004–2014
    Umfang verks: Nýbygging á 30,5 km löngum kafla Norðausturvegar um Hófaskarðsleið milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar.
    Kostnaðaráætlun: 2.665 millj. kr.
    Kostnaður: 2.315 millj. kr.
Norðfjarðarvegur (92), Reyðarfjörður–Eskifjörður.
    Kostnaðartímabil: 2002–2012.
    Umfang verks: Nýbygging á 14,2 km löngum kafla Norðfjarðarvegar milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar.
    Kostnaðaráætlun: 1.701 millj. kr.
    Kostnaður: 1.580 millj. kr.
Dettifossvegur (862-01 til 862-03).
    Kostnaðartímabil: 2004–2012.
    Umfang verks: Bygging á nýjum vegi, Dettifossvegi, vestan Jökulsár á Fjöllum frá Hringvegi að Dettifossi ásamt tengingum að Dettifossi og Hafragilsfossi, alls 25,2 km.
    Kostnaðaráætlun: 1.005 millj. kr.
    Kostnaður: 1.426 millj. kr.
Bræðratunguvegur (359), Flúðir–Reykholt.
    Kostnaðartímabil: 2005–2012.
    Umfang verks: Nýbygging á 7,2 km löngum vegi milli Flúða og Reykholts og bygging 270 m langrar brúar á Hvítá
    Kostnaðaráætlun: 2.010 millj. kr.
    Kostnaður: 1.327 millj. kr.
Hringvegur (1) mislæg vegamót við Nesbraut.
    Kostnaðartímabil: 2006–2009.
    Umfang verks: Gerð mislægra vegamóta milli Hringvegar og Nesbrautar.
    Kostnaðaráætlun: 901 millj. kr.
    Kostnaður: 984 millj. kr.
Reykjanesbraut (41), mislæg vegamót við Arnarnesveg.
    Kostnaðartímabil: 2007–2011.
    Umfang verks: Bygging mislægra vegamóta Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar.
    Kostnaðaráætlun: 1.632 millj. kr.
    Kostnaður: 1.643 millj. kr.
Reykjanesbraut (41), mislæg vegamót við Vífilsstaðaveg.
    Kostnaðartímabil: 2007–2010
    Umfang verks: Bygging mislægra vegamóta Reykjanesbrautar og Vífilsstaðavegar og undirganga undir Vífilsstaðaveg.
    Kostnaðaráætlun: 1.075 millj. kr.
    Kostnaður: 1.372 millj. kr.
Tröllatunguvegur (605), Vestfjarðavegur–Djúpvegur.
    Kostnaðartímabil: 2005–2012.
    Umfang verks: Nýbygging á 25 km löngum vegi frá Vestfjarðavegi að Djúpvegi.
    Kostnaðaráætlun: 2.136 millj. kr.
    Kostnaður: 2.309 millj. kr.
Landeyjahafnarvegur (254), Hringvegur–Landeyjahöfn.
    Kostnaðartímabil: 2007–2011.
    Umfang verks: Nýbygging á 11 km löngum nýjum vegi frá Hringvegi að Landeyjahöfn, brú á Ála og 3 km langur vegur frá Bakkaflugvelli að Landeyjahafnarvegi.
    Kostnaðaráætlun: 1.019 millj. kr.
    Kostnaður: 1.004 millj. kr.
Norðausturvegur (85) Vopnafjörður–Brunahvammsháls.
    Kostnaðartímabil: 2005–2015.
    Umfang verks: Nýbygging á 41,6 km löngum kafla Norðausturvegar frá Vopnafirði að Brunahvammshálsi.
    Kostnaðaráætlun: 3.052 millj. kr.
    Kostnaður: 2.850 millj. kr.
Hringvegur (1), Draugahlíðar–Fossvellir.
    Kostnaðartímabil: 2009–2013.
    Umfang verks: Tvöföldun og breikkun hringvegar á 6,5 km löngum kafla frá Draugahlíðum að Fossvöllum ofan Lögbergsbrekku.
    Kostnaðaráætlun: 1.312 millj. kr.
    Kostnaður: 1.404 millj. kr.
Álftanesvegur (415), Hafnarfjarðarvegur–Bessastaðavegur.
    Kostnaðartímabil: 2012–2015.
    Umfang verks. Nýbygging á 4 km löngum kafla Álftanesvegar, ásamt gerð hringtorgs í Engidal og þrennra undirganga.
    Kostnaðaráætlun: 943 millj. kr.
    Kostnaður: 1.034 millj. kr.
Hringvegur (1), um Múlakvísl.
    Kostnaðartímabil. 2011–2015.
    Umfang verks. Bygging nýrrar 162 m langrar brúar á Múlakvísl ásamt 2,3 km löngum vegi og 5,8 km löngum varnargörðum.
    Kostnaðaráætlun: 997 millj. kr.
    Kostnaður: 1.070 millj. kr.
Vestfjarðavegur (61), Eiði–Þverá.
    Kostnaðartímabil. 2009–2016.
    Umfang verks: Ný- og endurlögn á 15,9 km löngum kafla frá Eiði milli Vattarfjarðar og Kerlingarfjarðar að Þverá í Kjálkafirði ásamt byggingu 160 m langrar brúar á Mjóafjörð og 116 m langrar brúar á Kjálkafjörð.
    Kostnaðaráætlun: 3.387 millj. kr.
    Kostnaður: 3.745 millj. kr.
Hringvegur (1), um Hellisheiði.
    Kostnaðartímabil: 2006–2016.
    Umfang verks: Breikkun Hringvegar um Hellisheiði á 14,8 km löngum kafla, í fjórar akreinar um Kamba, annars þrjár akreinar, ásamt lagningu Skíðaskálavegar.
    Kostnaðaráætlun: 2.095 millj. kr.
    Kostnaður: 2.107 millj. kr.