Ferill 228. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 528  —  228. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um lögskilnaði.


     1.      Hversu margir lögskilnaðir hafa verið skráðir hjá þjóðskrá undanfarin fimm ár, sundurliðað eftir árum?
    Ráðuneytið aflaði upplýsinga frá Þjóðskrá Íslands og eru þau svör sem bárust ráðuneytinu sundurliðuð í eftirfarandi töflu.

Fjöldi skráðra lögskilnaða 2013–2017.

2013 2014 2015 2016 2017
Lögskilnaðir 1.347 1.292 1.385 1.405 1.462

     2.      Hversu hátt hlutfall skráðra lögskilnaða á sama tímabili er eftir beinan lögskilnað fólks, þ.e. lögskilnað án undangengins skilnaðar að borði og sæng?
    Ráðuneytið aflaði upplýsinga frá Þjóðskrá Íslands. Hlutfall skráðra lögskilnaða eftir beinan lögskilnað 2013–2017 var 54,6%. Hlutfallstalan byggist á meðaltali einstaklinga sem fengu lögskilnað án undangengins skilnaðar að borði og sæng á tímabilinu 2013–2017.

     3.      Hversu oft hefur þjóðskrá skráð fólk í hjúskap að nýju eftir skilnað að borði og sæng og eftir tilkynningu eða ósk málsaðila þar um? Óskað er upplýsinga síðastliðinna fimm ára, sundurliðað eftir árum.
    Ráðuneytið óskaði upplýsinga frá Þjóðskrá Íslands, en þau svör bárust frá stofnuninni að Þjóðskrá Íslands gæti ekki unnið umbeðnar upplýsingar úr kerfum sínum.