Ferill 187. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 543  —  187. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um formleg erindi frá heilbrigðisstofnunum.


     1.      Hversu mörg formleg erindi bárust ráðuneytinu, til ráðherra, embættismanna ráðuneytis, aðstoðarmanna ráðherra eða annarra starfsmanna, frá heilbrigðisstofnunum landsins á árinu 2017?
    Alls bárust 44 erindi til ráðuneytisins frá heilbrigðisstofnunum árið 2017. Þess ber þó að geta að erindi sem bárust árið 2017 og tengjast fjárlögum ársins 2018 eru ekki talin með; þeim er vísað inn í fjárlagaferlið og unnin þar. Þar á meðal eru beiðnir um aukafjárveitingar af fjáraukalögum.

     2.      Hversu mörgum formlegum erindum var svarað með efnislegu svari og hver var meðalsvartíminn?
    Af 44 erindum sem bárust eru níu erindi enn í vinnslu en 35 erindum var svarað. Meðalsvartíminn var 18,2 dagar.