Ferill 401. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 567  —  401. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um skatttekjur ríkissjóðs.

Frá Óla Birni Kárasyni.


          1.      Hverjar voru heildartekjur ríkissjóðs af eftirtöldum skattstofnum árin 2009–2017, sundurgreindar eftir sveitarfélögum og árum:
                  a.      tekjuskatti einstaklinga,
                  b.      tekjuskatti lögaðila,
                  c.      tryggingagjaldi,
                  d.      eignarsköttum,
                  e.      veiðigjöldum?
          2.      Hverjar voru meðaltekjur ríkissjóðs af hverjum íbúa árin 2009–2017, sundurgreindar eftir sveitarfélögum, skattstofnum og árum?
          3.      Hvert var hlutfall heildarskatttekna ríkissjóðs af vergri landsframleiðslu árin 2019–2017, sundurgreint eftir árum?
          4.      Hvert var hlutfall heildartekna ríkissjóðs af eftirtöldum skattstofnum árin 2009–2017 af vergri landsframleiðslu, sundurgreint eftir árum:
                  a.      tekjuskattur einstaklinga,
                  b.      tekjuskattur lögaðila,
                  c.      tryggingagjald,
                  d.      eignarskattar,
                  e.      veiðigjöld?
    Óskað er eftir að fjárhæðir séu settar fram annars vegar á verðlagi hvers árs og hins vegar á föstu verðlagi árið 2017.


Skriflegt svar óskast.