Ferill 291. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 630  —  291. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Ólafi Ísleifssyni um vaxtakostnað ríkissjóðs.


     1.      Hver eru lánskjör útistandandi lánaskuldbindinga ríkissjóðs, flokkuð eftir helstu skuldbindingum?
    Nafnvextir einstakra skuldabréfaflokka eru sem hér segir:

Óverðtryggðir flokkar Verðtryggðir flokkar Erlendir flokkar
RIKB 19 0226 8,75% RIKS 21 0414 3,80% USD 11. maí 2022 5,88%
RIKB 20 0205 6,25% RIKS 30 0701 3,25% EUR 15. júlí 2020 2,50%
RIKB 22 1026 7,25% RIKS 33 0321 3,00% EUR 20. des 2022 0,50%
RIKB 25 0612 8,00%
RIKB 28 1115 5,00%
RIKB 31 0124 6,50%
RIKH 18 1009 Br.vextir

     2.      Hverjar eru skýringar þess að vaxtakostnaður ríkissjóðs er svo hár sem rakið er í glærukynningu fjármálaráðherra vegna fjárlagafrumvarps fyrir 2017 og hærri en annarra Evrópuríkja?
    Meginþorri lána ríkissjóðs eru innlend, eða 87% af heildarlánasafni. Vaxtastig á Íslandi er talsvert hærra en hjá öðrum Evrópulöndum. Lánskjör ríkissjóðs, bæði innan lands og erlendis, taka mið af markaðsaðstæðum á hverjum tíma sem og þróun efnahags- og ríkisfjármála.
    Allir RIKB- og RIKS-flokkarnir sem listaðir eru upp hér á undan bera fasta vexti. Nafnvextir einstakra skuldabréfaflokka ráðast af vaxtastigi á þeim tíma sem fyrsta útboð flokksins fer fram. Elsti flokkurinn, RIKB 19 0226, var fyrst gefinn út í febrúar 2008 þegar vaxtastig á Íslandi var talsvert hærra en nú er. Hann ber 8,75% nafnvexti. Á síðustu árum hefur vaxtastigið lækkað og ber sá nýjasti, RIKB 28 1115, 5% nafnvexti. Það sama á við um erlend lán, en elsta skuldabréfaútgáfan frá árinu 2012 er í bandaríkjadölum og ber hún 5,875% vexti. Vegna efnahagsbatans, bættrar stöðu ríkisfjármála, hækkunar lánshæfismats ríkissjóðs og hagfelldra skilyrða á alþjóðafjármagnsmörkuðum fékk ríkissjóður mun hagstæðari kjör í síðustu skuldabréfaútgáfu í evrum sem fram fór í desember eða 0,5%.
    Með niðurgreiðslu skulda, hagvexti og lækkandi vaxtakostnaði nálgast vaxtakostnaður ríkissjóðs það hlutfall af landsframleiðslu sem vaxtakostnaðurinn svaraði til fyrir hrun fjármálakerfisins.

     3.      Til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa til að lækka vaxtakostnað ríkissjóðs?
    Undanfarin ár hefur verið farið í ýmsar aðgerðir með það að augnamiði að lækka vaxtakostnað ríkissjóðs. Þar ber hæst hraða skuldalækkun sem náðst hefur með afkomubata í ríkisrekstri og óreglulegum tekjum eins og arðgreiðslum og stöðugleikaframlögum. Einnig hefur verið unnið að endurfjármögnun lána á betri kjörum en áður. Skuldalækkun og stöðugur ríkisrekstur hefur haft jákvæð áhrif á lánshæfismat sem aftur lækkaði vaxtakostnað í gegnum nýútgefna skuldabréfaflokka og gerir ríkissjóði kleift að endurfjármagna skuldir sínar á betri kjörum en áður hafa sést. Áfram verður unnið að því að greiða niður skuldir ríkissjóðs á næstu árum með það að markmiði að lækka vaxtakostnað og skapa þannig aukið svigrúm fyrir aðra útgjaldaflokka og fjárfestingar.

     4.      Hve stóran hluta útistandandi lána væri unnt að endurfjármagna áður en til gjalddaga kemur?
    Flest lán ríkissjóðs eru óuppgreiðanleg, bæði innlend og erlend. Skuldabréf sem ríkissjóður gaf út til að endurfjármagna Seðlabanka Íslands var með ákvæði um að heimild væri til uppgreiðslu hvenær sem er og var það bréf að fullu greitt á vormánuðum 2017. Ríkissjóður hefur í nokkrum tilfellum keypt til baka eigin útgáfur á síðustu misserum og hafa þau uppkaup tekið mið af markaðsvirði skuldabréfanna á hverjum tíma sem í nær öllum tilvikum hafa verið á yfirverði. Undanskilinn er flokkur ríkisbréfa sem gefinn var út til að endurfjármagna bankana, RIKH 18, en sá flokkur er á breytilegum vöxtum og ríkissjóður hefur leyst til sín langstærsta hluta hans á undirverði.

     5.      Hver gæti orðið væntanlegur ávinningur af endurfjármögnun, ef af henni yrði?
    Eins og kemur fram í svari við 4. tölul. fyrirspurnarinnar eru flest lán ríkissjóðs óuppgreiðanleg. Ríkissjóður hefur þó alltaf þann möguleika að endurfjármagna útistandandi lán, bæði verðtryggð og óverðtryggð, með uppkaupum og útgáfu nýrra skuldabréfa á móti. Þar sem nær öll lán ríkissjóðs eru skráð á markaði þarf ríkissjóður að greiða markaðsverð fyrir þau í uppkaupum. Í flestum tilvikum útistandandi lána væri um yfirverð að ræða í slíkum uppkaupum. Ávinningur ríkissjóðs af því að kaupa til baka lán miðað við ávöxtunarkröfu á markaði og gefa út nýtt lán á sömu kröfu væri takmarkaður. Þá er framboð bréfa í slíkum uppkaupum alltaf ófyrirsjáanlegt. Sem dæmi má nefna að stærsti eigendahópur ríkisbréfa eru lífeyrissjóðir og í ljósi takmarkaðs framboðs á verðtryggðum fjárfestingarkostum á markaði er vilji lífeyrissjóða til að selja frá sér verðtryggð ríkisbréf takmarkaður. Útgáfa ríkissjóðs á óverðtryggðum bréfum myndar grunn að skuldabréfamarkaði á Íslandi og verðlagningu annarra fjármálaafurða. Eins og fram kemur í stefnu í lánamálum leggur ríkissjóður áherslu á að tryggja verðmyndun með 2, 5 og 10 ára markflokka. Ákveðin hámarksstærð er á hverjum flokki eða 60–70 milljarðar kr. og er það til þess að uppfylla kröfur fjárfesta og tryggja nægilegan seljanleika á eftirmarkaði. Út frá sjónarmiðum fyrirsjáanleika og gagnsæi í útgáfu ríkissjóðs og verðmyndunar á skuldabréfamarkaði er óæskilegt að hrófla mikið við markflokkakerfi ríkisbréfa.
    Langtímaáætlanir gera ráð fyrir að flest lán sem falla á gjalddaga á næstu árum verði greidd að fullu í stað þess að endurfjármagna þau. Þar sem í mörgum tilvikum er um að ræða lán frá því stuttu eftir hrun hefur það veruleg jákvæð áhrif á vaxtakostnað þar sem þau bera háa nafnvexti. Áætlanir gera ráð fyrir að vaxtastig breytist lítið á næstu árum frá því sem nú er. Gert er ráð fyrir að skuldabréfaútgáfa í evrum frá því í desember sl. sem er á gjalddaga árið 2022 verði endurfjármögnuð á sömu kjörum og áður en endanleg kjör ráðast af þróun lánshæfismats ríkissjóðs og vaxtastigi í Evrópu á þeim tíma. Eins og áður og samkvæmt stefnu í lánamálum, er leitast við að nýta tækifæri sem gefast á hverjum tíma til þess að lágmarka vaxtakostnað og draga úr áhættu ríkissjóðs og nýta til þess leiðir eins og uppkaup eða endurfjármögnun sé það hagkvæmt fyrir ríkissjóð.

     6.      Hver er vaxtakostnaður sundurliðaður eftir árum og einstökum skuldbindingum í lánasafni ríkissjóðs fyrir tímabilið 2012–2017?

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Í meðfylgjandi töflu má sjá vaxtakostnað sundurliðaðan eftir tegundum skuldbindinga. Stærsti hluti vaxtakostnaðar er vegna innlendra ríkisbréfa eða rúm 40% af vaxtakostnaði að meðaltali á tímabilinu 2012–2017. Erlend lán skýrðu um fjórðung vaxtakostnaðar og endurfjármögnun bankanna og Seðlabanka Íslands tæplega 20%. Í kjölfar uppkaupa og endurfjármögnunar erlendra lána á síðasta ári lækkar vaxtakostnaður vegna þeirra verulega á yfirstandandi ári. Hlutfall vaxtakostnaður vegna ríkisbréfa eykst að sama skapi verulega eða í 87%.
     7.      Hver er ávöxtunarkrafa útistandandi skuldabréfaflokka sem útgefnir eru af ríkissjóði og hver var hún við hverja útgáfu?
    Í fylgiskjali er yfirlit yfir öll útboð í útistandandi flokkum ríkisbréfa og ríkisvíxla. Ávöxtunarkröfu og verð á innlendum skuldabréfaflokkum ríkissjóðs miðað við 12. mars sl. má sjá í eftirfarandi töflu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Á myndinni hér á eftir má sjá ávöxtunarkröfu ríkisbréfa eftir útboðum. Myndin sýnir greinilega hversu jákvæð þróun hefur orðið á þeim vaxtakjörum sem ríkissjóði bjóðast.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     8.      Hvað nam árlegur gjaldfærður vaxtakostnaður lífeyrisskuldbindinga hárri fjárhæð á árunum 2006–2017?
    Samkvæmt þeim reikningskilaaðferðum sem voru í gildi á árunum 2006 til og með 2016 voru ekki reiknaðir vextir af lífeyrisskuldbindingum ríkissjóðs. Breytingar á lífeyrisskuldbindingum eru færðar sem launatengd gjöld. Með lögum um opinber fjármál er kveðið á um að fylgja skuli alþjóðlegum stöðlum í reikningsskilum og framsetningu ríkisfjármála. Í því felst að gert er ráð fyrir að reiknaðir séu vextir af lífeyrisskuldbindingum ríkissjóðs en aðrar hækkanir færast um launatengd gjöld. Verður það gert í uppgjöri ríkissjóðs frá og með árinu 2017.

     9.      Hver hefði árlegur gjaldfærður vaxtakostnaður lífeyrisskuldbindinga verið hefði endurmat þeirra verið gjaldfært í stað þess að færast á endurmatsreikning?
    Samkvæmt þeim reikningsskilaaðferðum sem voru í gildi var hækkun á lífeyrisskuldbindingum ársins skipt í tvennt:
    a. Hækkanir á lífeyrisréttindum sjóðfélaga sem raktar voru til launahækkana hjá opinberum starfsmönnum á árinu. Þær afleiddu hækkanir á skuldbindingum ríkissjóðs voru samkvæmt reikningsskilaaðferðunum færðar um endurmatsreikning á efnahagsreikning, þ.e. utan rekstrarreiknings.
    b. Allar aðrar hækkanir á lífeyrisskuldbindingum ársins voru færðar til gjalda á rekstrarreikning sem launatengd gjöld. Þar má nefna áhrif áunninna nýrra lífeyrisréttinda á árinu, yfirtökur á skuldbindingum, breyttar lífslíkur o.fl.

     10.      Telur ráðherra að fyrrgreindar færslur á endurmatsreikning hafi verið í fullnægjandi samræmi við þá reikningsskilastaðla sem beita ber við þennan þátt uppgjörs ríkisreiknings? Óskað er eftir tilvísun í þá reikningsskilastaðla sem beitt hefur verið í þessu sambandi.
    Þær uppgjörsaðferðir sem giltu til ársloka 2016 voru byggðar á lögum nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins. Í skýringu 1 við Ríkisreikning 2016 er fjallað um reikningsskilin en þar kemur m.a. eftirfarandi fram:
    a. Reikningsskilaaðferðir ríkissjóðs víkja frá almennum reikningsskilaaðferðum varðandi meðferð varanlegra rekstrarfjármuna sem færa skal til gjalda við kaup en auk þess hefur ríkisreikningsnefnd ákveðið frávik á meðferð verðbóta og gengismuna langtímalána, áfallins orlofs og meðhöndlun eignarhluta í félögum (Ríkisreikningur, 2016 bls. 27).
    b. Fjallað er sérstaklega um útreikning lífeyrisskuldbindinga (bls. 28) en þar segir m.a. að í ríkisreikningi miðast færsla lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs við áfallnar skuldbindingar þar sem nýjar skuldbindingar færast um rekstrarreikning og áhrif almennra launabreytinga um endurmatsreikning. Við mat á almennum launabreytingum er beitt vísitölu lífeyrisskuldbindinga hjá opinberum starfsmönnum sem Hagstofa Íslands reiknar út mánaðarlega.
    Mikilvægt er í þessu samhengi að frávikin í færslumeðferðinni hafa ekki áhrif á bókfærða heildarskuldbindingu í árslok hverju sinni heldur takmarkast þau við færslumeðhöndlun á hreyfingum ársins, þ.e. hvað færist um rekstarreikning eða um endurmatsreikning. Fyrrgreindar færslur eru samkvæmt þeim reikningsskilaaðferðum sem giltu í reikningsskilum ríkissjóðs til ársloka 2016 (sjá bráðabirgðaákvæði I í lögum nr. 123/2015, um opinber fjármál).
    Að lokum er rétt að ítreka að með nýjum lögum um opinber fjármál verður breyting á færslumeðferð lífeyrisskuldbindinga í samræmi við þá alþjóðastaðla sem eiga við í hverju tilviki. Er þá annars vegar átt við reikningsskilastaðla IPSAS og hins vegar hagskýrslustaðla GFS, en þeir beita þó ekki sömu aðferð og ræðst það af ólíku hlutverki þeirra. Samkvæmt IPSAS færast allar hreyfingar ársins vegna skuldbindinga um rekstrarreikning og er þá gjaldfærslunni skipt upp annars vegar í vaxtakostnað og hins vegar launatengd gjöld. Samkvæmt GFS gildir að um rekstarreikning takmarkast gjaldfærslan við áunnin ný lífeyrisréttindi hjá virkum sjóðfélögum sem teljast vera launatengd gjöld og reiknaður vaxtakostnaður af lífeyrisskuldbindingum. Aðrar hreyfingar á skuldbindingum ársins, svo sem áhrif launabreytinga, breyttra lífslíka o.fl., færast um endurmatsreikning á efnahagsreikning.

Fylgiskjal.


Öll útboð í útistandandi flokkum ríkisbréfa og ríkisvíxla.

Dag-setning Uppgjörs-dags. Tegund viðskipta Flokkur Tilboð n.v. Tilboð v.v. Tekin tilboð n.v. Tekin tilboð v.v. Krafa Verð
21.02.2008 23.02.2008 Útboð RIKB 19 0226 33.020.000.000 32.681.207.353 10.990.000.000 10.877.235.153 8,900 98,974
13.03.2008 17.03.2008 Útboð RIKB 19 0226 9.600.000.000 9.063.896.500 2.350.000.000 2.246.415.000 9,323 95,592
17.04.2008 21.04.2008 Útboð RIKB 19 0226 8.090.000.000 7.084.173.200 2.990.000.000 2.634.128.200 10,620 88,098
29.05.2008 02.06.2008 Útboð RIKB 19 0226 10.800.000.000 10.177.295.000 6.500.000.000 6.156.725.000 9,501 94,719
19.06.2008 23.06.2008 Útboð RIKB 19 0226 7.960.000.000 7.306.358.000 5.660.000.000 5.208.078.000 9,951 92,016
24.07.2008 28.07.2008 Útboð RIKB 19 0226 12.750.000.000 11.477.867.500 6.000.000.000 5.430.052.500 10,191 90,501
23.01.2009 28.01.2009 Útboð RIKB 19 0226 10.810.000.000 10.111.935.000 6.260.000.000 5.958.875.000 9,590 95,190
20.02.2009 24.02.2009 Útboð RIKB 19 0226 15.338.000.000 15.140.139.800 8.923.000.000 8.807.893.300 8,950 98,710
20.03.2009 25.03.2009 Útboð RIKB 19 0226 9.200.500.000 9.140.614.000 7.760.500.000 7.713.937.000 8,840 99,400
17.04.2009 22.04.2009 Útboð RIKB 19 0226 13.084.000.000 13.015.500.000 10.084.000.000 10.033.580.000 8,820 99,500
09.06.2009 12.06.2009 Útboð RIKB 25 0612 20.666.000.000 20.666.000.000 9.780.000.000 9.780.000.000 8,000 100,000
21.08.2009 26.08.2009 Útboð RIKB 25 0612 11.046.000.000 10.410.855.000 8.688.000.000 8.188.440.000 8,676 94,250
20.11.2009 25.11.2009 Útboð RIKB 25 0612 22.117.000.000 21.818.420.500 12.847.000.000 12.673.565.500 8,147 98,650
18.12.2009 23.12.2009 Útboð RIKB 25 0612 27.899.000.000 27.899.000.000 22.999.000.000 22.999.000.000 7,991 100,000
22.01.2010 27.01.2010 Útboð RIKB 25 0612 10.175.000.000 10.103.775.000 8.300.000.000 8.241.900.000 8,073 99,300
05.02.2010 10.02.2010 Útboð RIKB 25 0612 17.037.000.000 17.275.518.000 6.737.000.000 6.831.318.000 7,829 101,400
19.02.2010 24.02.2010 Útboð RIKB 25 0612 17.624.000.000 18.206.473.200 1.538.000.000 1.588.830.900 7,620 103,305
12.03.2010 17.03.2010 Útboð RIKB 25 0612 17.989.000.000 18.807.499.500 3.409.000.000 3.564.109.500 7,484 104,550
09.04.2010 14.04.2010 Útboð RIKS 21 0414 33.082.000.000 33.082.000.000 5.870.000.000 5.870.000.000 3,800 100,000
23.04.2010 28.04.2010 Útboð RIKS 21 0414 13.721.000.000 13.858.210.000 6.471.000.000 6.535.710.000 3,687 101,000
07.05.2010 12.05.2010 Útboð RIKB 19 0226 15.660.000.000 17.836.740.000 11.110.000.000 12.654.290.000 6,608 113,900
21.05.2010 26.05.2010 Útboð RIKS 21 0414 5.813.000.000 5.821.719.500 3.513.000.000 3.518.269.500 3,782 100,150
04.06.2010 09.06.2010 Útboð RIKB 25 0612 15.673.000.000 18.070.969.000 4.823.000.000 5.560.919.000 6,385 115,300
25.06.2010 30.06.2010 Útboð RIKS 21 0414 3.048.000.000 3.153.156.000 1.548.000.000 1.601.406.000 3,411 103,450
09.07.2010 14.07.2010 Útboð RIKB 25 0612 6.895.000.000 8.094.730.000 4.145.000.000 4.866.230.000 6,179 117,400
09.07.2010 14.07.2010 Útboð RIKS 21 0414 4.580.000.000 4.678.470.000 3.730.000.000 3.810.195.000 3,554 102,150
23.07.2010 28.07.2010 Útboð RIKB 19 0226 6.976.000.000 8.235.168.000 3.576.000.000 4.221.468.000 5,990 118,050
23.07.2010 28.07.2010 Útboð RIKS 21 0414 5.413.000.000 5.545.618.500 4.313.000.000 4.418.668.500 3,520 102,450
20.08.2010 25.08.2010 Útboð RIKS 21 0414 10.604.000.000 11.027.099.600 7.304.000.000 7.595.429.600 3,346 103,990
10.09.2010 15.09.2010 Útboð RIKS 21 0414 5.872.000.000 6.559.024.000 5.772.000.000 6.447.324.000 2,525 111,700
22.10.2010 27.10.2010 Útboð RIKS 21 0414 5.990.000.000 6.131.364.000 4.190.000.000 4.288.884.000 3,525 102,360
05.11.2010 10.11.2010 Útboð RIKS 21 0414 6.620.000.000 6.935.112.000 6.370.000.000 6.673.212.000 3,253 104,760
21.01.2011 26.01.2011 Útboð RIKB 31 0124 21.836.000.000 21.595.804.000 10.736.000.000 10.617.904.000 6,601 98,900
04.02.2011 09.02.2011 Útboð RIKB 31 0124 4.825.000.000 4.641.650.000 3.375.000.000 3.246.750.000 6,854 96,200
04.03.2011 09.03.2011 Útboð RIKB 31 0124 2.130.000.000 1.986.225.000 1.280.000.000 1.193.600.000 7,144 93,250
29.04.2011 04.05.2011 Útboð RIKB 31 0124 7.975.000.000 7.495.702.500 6.325.000.000 5.944.867.500 7,070 93,990
29.04.2011 04.05.2011 Útboð RIKS 21 0414 5.955.000.000 6.519.534.000 5.605.000.000 6.136.354.000 2,700 109,480
20.05.2011 25.05.2011 Útboð RIKS 21 0414 5.525.000.000 5.961.475.000 4.575.000.000 4.936.425.000 2,870 107,900
28.06.2011 01.07.2011 Útboð RIKS 30 0701 12.965.400.000 12.965.400.000 12.965.400.000 12.965.400.000 3,250 100,000
16.08.2011 19.08.2011 Útboð RIKS 30 0701 711.874.251 714.000.000 711.874.251 714.000.000 0,000 100,299
21.10.2011 26.10.2011 Útboð RIKB 22 1026 15.956.000.000 15.838.404.280 12.461.000.000 12.369.162.430 7,347 99,263
18.11.2011 23.11.2011 Útboð RIKB 31 0124 12.760.000.000 12.217.700.000 3.780.000.000 3.619.350.000 6,903 95,750
06.01.2012 11.01.2012 Útboð RIKB 22 1026 6.490.000.000 6.800.871.000 3.900.000.000 4.086.810.000 6,610 104,790
20.01.2012 25.01.2012 Útboð RIKB 22 1026 1.650.000.000 1.740.750.000 1.400.000.000 1.477.000.000 6,517 105,500
15.02.2012 17.02.2012 Útboð RIKS 30 0701 17.050.925.408 19.723.800.000 17.050.925.408 19.723.800.000 2,500 115,676
28.03.2012 30.03.2012 Útboð RIKS 33 0321 416.728.160 418.250.000 416.728.160 417.249.934 3,000 100,125
09.05.2012 11.05.2012 Útboð RIKS 33 0321 3.020.959.328 3.084.102.000 3.020.959.328 3.084.102.000 3,000 102,090
08.06.2012 13.06.2012 Útboð RIKB 22 1026 2.970.000.000 2.970.000.000 2.000.000.000 2.000.000.000 7,242 100,000
20.06.2012 22.06.2012 Útboð RIKS 33 0321 1.541.523.995 1.610.875.007 1.541.523.995 1.610.875.007 2,900 104,499
06.07.2012 11.07.2012 Útboð RIKB 22 1026 4.350.000.000 4.406.550.000 2.200.000.000 2.228.600.000 7,061 101,300
22.08.2012 24.08.2012 Útboð RIKB 22 1026 5.012.000.000 5.154.842.000 3.112.000.000 3.200.692.000 6,847 102,850
29.08.2012 31.08.2012 Útboð RIKS 33 0321 802.979.042 858.925.001 802.979.042 858.925.001 2,770 106,967
07.09.2012 12.09.2012 Útboð RIKB 22 1026 5.720.000.000 5.805.800.000 4.370.000.000 4.435.550.000 7,034 101,500
03.10.2012 05.10.2012 Útboð RIKS 33 0321 2.183.057.502 2.382.816.866 2.183.057.502 2.382.900.000 2,650 109,154
19.10.2012 24.10.2012 Útboð RIKB 31 0124 8.200.000.000 7.818.700.000 2.500.000.000 2.383.750.000 6,953 95,350
07.11.2012 12.11.2012 Útboð RIKS 33 0321 625.294.249 689.725.001 625.294.249 689.725.001 2,650 110,304
23.11.2012 28.11.2012 Útboð RIKB 31 0124 6.200.000.000 5.976.800.000 3.600.000.000 3.470.400.000 6,850 96,400
18.12.2012 21.12.2012 Útboð RIKS 33 0321 985.946.291 1.054.324.999 985.946.291 1.054.324.999 2,900 106,935
18.01.2013 23.01.2013 Útboð RIKB 22 1026 5.860.000.000 6.125.458.000 5.660.000.000 5.916.398.000 6,600 104,530
25.01.2013 30.01.2013 Útboð RIKB 31 0124 3.858.000.000 3.701.558.100 3.558.000.000 3.413.723.100 6,900 95,945
05.02.2013 08.02.2013 Útboð RIKS 33 0321 615.027.841 686.550.000 615.027.841 686.550.000 2,650 111,629
08.02.2013 13.02.2013 Útboð RIKB 22 1026 4.120.000.000 4.340.420.000 3.920.000.000 4.129.720.000 6,483 105,350
22.02.2013 27.02.2013 Útboð RIKB 31 0124 7.300.000.000 7.132.100.000 5.800.000.000 5.666.600.000 6,723 97,700
19.03.2013 22.03.2013 Útboð RIKS 33 0321 662.548.440 717.750.000 662.548.440 717.750.000 2,770 108,332
05.04.2013 10.04.2013 Útboð RIKB 31 0124 6.890.000.000 6.769.425.000 6.790.000.000 6.671.175.000 6,668 98,250
30.04.2013 03.05.2013 Útboð RIKS 33 0321 965.580.617 1.052.100.001 965.580.617 1.052.100.001 2,800 108,960
03.05.2013 08.05.2013 Útboð RIKB 22 1026 7.200.000.000 7.700.400.000 6.000.000.000 6.417.000.000 6,248 106,950
11.06.2013 14.06.2013 Útboð RIKS 33 0321 3.407.365.023 3.702.299.997 3.407.365.023 3.702.299.997 2,850 108,656
05.07.2013 10.07.2013 Útboð RIKB 31 0124 6.520.000.000 6.454.800.000 6.420.000.000 6.355.800.000 6,593 99,000
19.07.2013 19.07.2013 Útboð RIKB 22 1026 3.860.000.000 4.098.162.000 3.760.000.000 3.991.992.000 6,343 106,170
23.08.2013 28.08.2013 Útboð RIKB 31 0124 4.000.000.000 3.944.000.000 3.200.000.000 3.155.200.000 6,633 98,600
03.09.2013 06.09.2013 Útboð RIKS 33 0321 539.120.771 600.600.000 539.120.771 600.600.000 2,750 111,404
06.09.2013 11.09.2013 Útboð RIKB 31 0124 4.330.000.000 4.210.059.000 3.730.000.000 3.626.679.000 6,771 97,230
20.09.2013 25.09.2013 Útboð RIKB 22 1026 10.200.000.000 10.689.600.000 6.400.000.000 6.707.200.000 6,530 104,800
15.10.2013 18.10.2013 Útboð RIKS 33 0321 653.262.359 728.699.999 653.262.359 728.699.999 2,790 111,548
22.11.2013 27.11.2013 Útboð RIKB 31 0124 3.550.000.000 3.464.800.000 3.050.000.000 2.976.800.000 6,737 97,600
03.12.2013 06.12.2013 Útboð RIKS 33 0321 85.231.440 95.549.999 85.231.440 95.549.999 2,800 112,107
04.02.2014 07.02.2014 Útboð RIKS 33 0321 4.116.520.469 4.665.924.998 4.116.520.469 4.665.924.998 2,800 113,346
07.02.2014 12.02.2014 Útboð RIKB 20 0205 10.825.000.000 10.743.812.500 6.725.000.000 6.674.562.500 6,404 99,250
21.02.2014 26.02.2014 Útboð RIKB 20 0205 3.120.000.000 3.067.272.000 2.120.000.000 2.084.172.000 6,601 98,310
11.03.2014 14.03.2014 Útboð RIKB 20 0205 3.915.000.000 3.895.425.000 3.165.000.000 3.149.175.000 6,351 99,500
11.04.2014 16.04.2014 Útboð RIKB 20 0205 1.700.000.000 1.699.150.000 1.400.000.000 1.399.300.000 6,254 99,950
09.05.2014 14.05.2014 Útboð RIKB 20 0205 1.400.000.000 1.398.600.000 1.400.000.000 1.398.600.000 6,263 99,900
14.05.2014 16.05.2014 Útboð RIKS 33 0321 255.104.928 284.050.000 255.104.928 284.050.000 2,810 111,346
24.06.2014 27.06.2014 Útboð RIKS 33 0321 231.674.449 245.520.000 231.674.449 245.520.000 3,200 105,976
02.09.2014 05.09.2014 Útboð RIKS 33 0321 82.122.672 89.595.000 82.122.672 89.595.000 3,050 109,099
05.09.2014 10.09.2014 Útboð RIKB 20 0205 7.086.000.000 6.979.710.000 6.186.000.000 6.093.210.000 6,578 98,500
19.09.2014 24.09.2014 Útboð RIKB 31 0124 9.060.000.000 8.623.308.000 7.210.000.000 6.862.478.000 6,999 95,180
14.11.2014 19.11.2014 Útboð RIKB 20 0205 7.150.000.000 7.214.350.000 5.850.000.000 5.902.650.000 6,037 100,900
21.11.14 26.11.2014 Útboð RIKB 31 0124 7.735.000.000 7.658.423.500 4.455.000.000 4.410.895.500 6,599 99,010
16.01.2015 21.01.2015 Útboð RIKB 20 0205 2.100.000.000 2.148.510.000 2.100.000.000 2.148.510.000 5,708 102,310
16.01.2015 21.01.2015 Útboð RIKB 31 0124 9.300.000.000 9.313.950.000 6.400.000.000 6.409.600.000 6,484 100,150
10.02.2015 13.02.2015 Útboð RIKS 33 0321 392.532.343 442.720.033 392.532.343 442.720.033 2,880 112,786
20.02.2015 25.02.2015 Útboð RIKB 20 0205 830.000.000 842.450.000 270.000.000 274.050.000 5,889 101,500
17.04.2015 22.04.2015 Útboð RIKB 31 0124 3.720.000.000 3.545.160.000 3.520.000.000 3.354.560.000 6,997 95,300
03.07.2015 08.07.2015 Útboð RIKB 20 0205 4.850.000.000 4.731.175.000 4.150.000.000 4.048.325.000 6,878 97,550
21.08.2015 26.08.2015 Útboð RIKB 25 0612 16.900.000.000 19.054.750.000 4.000.000.000 4.510.000.000 6,218 112,750
04.09.2015 09.09.2015 Útboð RIKB 20 0205 1.500.000.000 1.512.750.000 1.400.000.000 1.411.900.000 6,013 100,850
23.10.2015 28.10.2015 Útboð RIKB 25 0612 6.475.000.000 7.747.337.500 4.900.000.000 5.862.850.000 5,330 119,650
04.12.2015 09.12.2015 Útboð RIKB 20 0205 3.970.000.000 4.005.730.000 3.050.000.000 3.077.450.000 5,992 100,900
15.01.2016 20.01.2016 Útboð RIKB 20 0205 4.100.000.000 4.150.020.000 3.500.000.000 3.542.700.000 5,900 101,220
15.01.2016 20.01.2016 Útboð RIKB 31 0124 1.072.000.000 1.147.040.000 602.000.000 644.140.000 5,789 107,000
04.03.2016 09.03.2016 Útboð RIKB 20 0205 5.925.000.000 5.990.175.000 5.170.000.000 5.226.870.000 5,922 101,100
15.04.2016 20.04.2016 Útboð RIKB 20 0205 900.000.000 911.700.000 500.000.000 506.500.000 5,849 101,300
20.05.2016 20.05.2016 Útboð RIKB 20 0205 1.300.000.000 1.309.100.000 550.000.000 553.850.000 6,023 100,700
08.07.2016 13.07.2016 Útboð RIKB 20 0205 2.850.000.000 2.845.155.000 2.500.000.000 2.495.750.000 6,290 99,830
19.08.2016 24.08.2016 Útboð RIKB 22 1026 4.600.000.000 4.889.800.000 4.600.000.000 4.889.800.000 5,993 106,300
19.08.2016 24.08.2016 Útboð RIKB 31 0124 2.820.000.000 2.958.180.000 2.820.000.000 2.958.180.000 5,979 104,900
09.09.2016 14.09.2016 Útboð RIKB 20 0205 3.590.000.000 3.707.034.000 3.170.000.000 3.273.342.000 5,166 103,260
09.09.2016 14.09.2016 Útboð RIKB 31 0124 4.530.000.000 5.126.148.000 2.800.000.000 3.168.480.000 5,175 113,160
23.09.2016 28.09.2016 Útboð RIKB 20 0205 3.800.000.000 3.924.070.000 2.200.000.000 2.271.830.000 5,154 103,265
10.10.2016 13.10.2016 Útboð RIKB 20 0205 2.400.000.000 2.463.600.000 2.400.000.000 2.463.600.000 5,345 102,650
21.10.2016 26.10.2016 Útboð RIKS 30 0701 15.945.000.000 16.991.789.250 8.220.000.000 8.759.643.000 2,670 106,565
04.11.2016 09.11.2016 Útboð RIKB 22 1026 2.200.000.000 2.415.600.000 2.100.000.000 2.305.800.000 5,289 109,800
02.12.2016 07.12.2016 Útboð RIKS 30 0701 3.340.000.000 3.581.482.000 2.439.000.000 2.615.339.700 2,609 107,230
13.01.2017 18.01.2017 Útboð RIKB 20 0205 9.019.000.000 9.267.924.400 7.579.000.000 7.788.180.400 5,244 102,760
20.01.2017 25.01.2017 Útboð RIKB 28 1115 14.864.000.000 14.578.165.280 7.114.000.000 6.977.197.780 5,220 98,077
03.03.2017 08.03.2017 Útboð RIKB 28 1115 7.640.000.000 7.684.694.000 4.450.000.000 4.476.032.500 4,930 100,585
07.04.2017 12.04.2017 Útboð RIKB 28 1115 8.341.000.000 8.391.046.000 5.061.000.000 5.091.366.000 4,928 100,600
19.05.2017 24.05.2017 Útboð RIKB 20 0205 5.112.000.000 5.296.032.000 2.002.000.000 2.074.072.000 4,787 103,600
19.05.2017 24.05.2017 Útboð RIKB 28 1115 7.867.000.000 8.063.675.000 2.400.000.000 2.460.000.000 4,710 102,500
07.07.2017 12.07.2017 Útboð RIKB 20 0205 3.010.000.000 3.114.146.000 3.010.000.000 3.114.146.000 4,772 103,460
07.07.2017 12.07.2017 Útboð RIKB 28 1115 1.715.000.000 1.747.242.000 1.700.000.000 1.731.960.000 4,778 101,880
08.09.2017 13.09.2017 Útboð RIKB 20 0205 2.312.000.000 2.376.736.000 2.312.000.000 2.376.736.000 4,966 102,800
08.09.2017 13.09.2017 Útboð RIKB 28 1115 4.160.000.000 4.103.507.200 3.960.000.000 3.906.223.200 5,161 98,642
06.10.2017 11.10.2017 Útboð RIKB 28 1115 3.700.000.000 3.720.350.000 1.950.000.000 1.960.725.000 4,933 100,550
12.10.2017 16.10.2017 Útboð RIKV 18 0416 6.100.000.000 5.972.022.000 3.900.000.000 3.818.178.000 4,239 97,902
20.10.2017 25.10.2017 Útboð RIKB 22 1026 2.910.000.000 3.213.513.000 2.470.000.000 2.727.621.000 4,852 110,430
10.11.2017 15.11.2017 Útboð RIKB 28 1115 5.430.000.000 5.506.020.000 1.930.000.000 1.957.020.000 4,833 101,400
13.11.2017 15.11.2017 Útboð RIKV 18 0515 8.340.000.000 8.167.111.800 2.390.000.000 2.340.455.300 4,210 97,927
08.12.2017 13.12.2017 Útboð RIKB 28 1115 2.225.000.000 2.261.779.250 1.475.000.000 1.499.381.750 4,801 101,653
13.12.2017 15.12.2017 Útboð RIKV 18 0615 4.310.000.000 4.220.395.100 1.910.000.000 1.870.291.100 4,200 97,921
25.01.2018 29.01.2018 Útboð RIKV 18 0416 3.445.000.000 3.414.339.500 3.345.000.000 3.315.229.500 4,198 99,110
26.01.2018 31.01.2018 Útboð RIKB 22 1026 3.680.000.000 4.045.792.000 2.230.000.000 2.451.662.000 4,842 109,940
22.02.2018 26.02.2018 Útboð RIKV 18 0807 4.828.000.000 4.738.585.440 4.128.000.000 4.051.549.440 4,193 98,148
23.02.2018 28.02.2018 Útboð RIKB 22 1026 1.070.000.000 1.170.954.500 1.070.000.000 1.170.954.500 4,924 109,435
23.02.2018 28.02.2018 Útboð RIKB 28 1115 1.250.000.000 1.226.250.000 1.250.000.000 1.226.250.000 5,233 98,100
Samtals 929.241.279.578 940.664.114.154 575.876.279.578 587.317.596.822