Ferill 255. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 632  —  255. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Þórarni Inga Péturssyni um hlutfall íslenskra matvæla í innkaupum ráðuneyta.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvert var hlutfall íslenskra matvæla í innkaupum ráðuneytisins árið 2017?

    Upplýsingar um upprunaland matvæla sem keypt voru í ráðuneytinu eru ekki fyrirliggjandi og því er ekki hægt að segja til um hlutfall íslenskra matvæla í innkaupum ráðuneytisins. Ráðuneytið rekur ekki mötuneyti og því eru þau matvæli sem keypt eru inn óveruleg. Meðal þess sem ráðuneytið kaupir inn er kaffi, te, kex og ávextir sem er að mestu innflutt. Þá kaupir ráðuneytið inn mjólk, aðrar mjólkurafurðir og brauð sem allt er framleitt hér á landi.