Ferill 220. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 680  —  220. mál.
Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um birtingu gagna.


     1.      Hvenær fór fram mat á því hvort efni skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum varðaði almannahag, sem bæri þá að birta samkvæmt siðareglum ráðherra?
    Skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum var unnin að frumkvæði Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Birting hennar var því algerlega án utanaðkomandi kvaða eða mats á því hvort þær ættu við samkvæmt siðareglum.

     2.      Hver var niðurstaða þess mats?
     3.      Ef það mat fór fram ekki síðar en í október árið 2016 og niðurstaða matsins var sú að efni skýrslunnar varðaði almannahag, hvers vegna var skýrslan ekki gefin út samstundis?

    Í svari við 1. tölul. fyrirspurnarinnar kemur fram að slíkt mat átti ekki við.

     4.      Hvaða verklagsreglur gilda um birtingu gagna sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur og varða almannahag, með tilliti til 6. gr. siðareglna ráðherra?
    Ráðuneytið kappkostar að birta almenningi allt það efni sem því ber skylda til og annað efni sem það hefur undir höndum bæði á vefsíðu ráðuneytisins og öðrum vefjum, svo sem á opnirreikningar.is, ríkisreikningur.is og rsk.is, í fréttatilkynningum og á hvern þann hátt sem talinn er heppilegastur hverju sinni.