Ferill 226. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 708  —  226. mál.
Svar


félags- og jafnréttismálaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um greiðslur til foreldra vegna andvanafæðingar og fósturláts.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Á hvaða skráningu foreldratengsla er byggt við ákvörðun um það hvort fólk eigi rétt á fæðingarorlofi eða fæðingarstyrk vegna andvanafæðingar og fósturláts samkvæmt lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof?

    Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun er við mat á því hvort foreldrar eigi rétt á greiðslu fæðingarorlofs eða fæðingarstyrks við andvanafæðingu barns eða við fósturlát skv. 12. eða 20. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof byggt á því hvort foreldrar eru í hjúskap, í skráðri sambúð eða hvort fyrir liggur hjá Þjóðskrá Íslands undirrituð yfirlýsing móður og föður um faðerni barns þegar ekki er um að ræða hjúskap eða skráða sambúð foreldra.