Ferill 324. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 719  —  324. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um starfsmenn ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra.


     1.      Hvaða starfsmönnum ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra lagði ríkið til bifreið árið 2017? Hvert var heildarverðmæti bifreiðanna?
    Enginn starfsmaður stofnana á málefnasviði ráðherra hafði bifreið til afnota árið 2017. 1

     2.      Hver voru meðalheildarlaun starfsmanna ráðuneytisins annars vegar og þessara stofnana hins vegar árið 2017? Hver voru hæstu heildarlaun einstaks starfsmanns ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar árið 2017?
    Eftirfarandi tafla sýnir meðalheildarlaun starfsmanna og hæstu heildarlaun einstaks starfsmanns ráðuneytis og hverrar stofnunar árið 2017.

Stofnun Meðalheildarlaun Hæstu heildarlaun
ANR 9.295.604 kr. 20.887.647 kr.
Fiskistofa 8.839.524 kr. 15.427.656 kr. 2
Hafrannsóknastofnun 10.392.012 kr. 3 18.199.420 kr. 4
Matís 7.547.890 kr. 5 17.555.462 kr.
Matvælastofnun 6.063.361 kr. 14.292.982 kr.

     3.      Fengu einhverjir starfsmenn ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra endurgreiddan aksturskostnað árið 2017 og hver var heildaraksturskostnaður ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar? Hver var hæsta greiðsla til einstaks starfsmanns ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar?
    Í eftirfarandi töflu má sjá heildaraksturskostnað og hæstu greiðslu til einstaks starfsmanns ráðuneytis og hverrar stofnunar á árinu 2017.

Stofnun Heildar-
aksturskostnaður
Hæsta greiðsla
ANR 57.750 kr. 33.330 kr.
Fiskistofa 18.700 kr. 11.770 kr.
Hafrannsóknastofnun 2.490.730 kr. 6 834.130 kr. 7
Matís 10.210.744 kr. 334.500 kr.
Matvælastofnun 3.546.400 kr. 1.130.580 kr.

     4.      Fengu einhverjir starfsmenn ráðuneytisins og þessara stofnana endurgreiddan ferðakostnað í formi dagpeninga innan lands eða utan árið 2017 og hver var þá heildarferðakostnaður ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar? Hver var hæsta greiðsla til einstaks starfsmanns ráðuneytis annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar vegna ferðakostnaðar innan lands annars vegar og erlendis hins vegar?
    Eftirfarandi tafla sýnir fjárhæð dagpeninga innan lands og hæstu dagpeningagreiðslu til einstaks starfsmanns, sömu upplýsingar vegna utanlandsferða og heildarferðakostnað (flug, dvalarkostnað og dagpeninga innan lands og utan) ráðuneytis og hverrar stofnunar árið 2017.

Stofnun Dagpeningar
innan lands
Hæsta greiðsla Dagpeningar erlendis Hæsta greiðsla Heildarferða-kostnaður
ANR 0 kr. 8 0 kr. 21.753.835 kr. 9 1.972.359 kr. 38.912.663 kr.
Fiskistofa 33.159.964 kr. 10 2.202.700 kr. 11 3.961.886 kr. 1.476.941 kr. 47.748.716 kr.
Hafrannsóknastofnun 26.063.500 kr. 12 1.256.000 kr. 13 39.798.782 kr. 14 3.469.489 kr. 15 129.235.179 kr. 16
Matís 0 kr. 0 kr. 24.263.153 kr. 1.699.315 kr. 64.811.529 kr.
Matvælastofnun 0 kr. 0 kr. 7.324.660 kr. 724.339 kr. 26.096.716 kr.

     5.      Var símakostnaður greiddur fyrir einhverja starfsmenn ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra árið 2017 og þá fyrir hve marga starfsmenn ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar? Hver var heildarkostnaður ráðuneytisins og hverrar stofnunar vegna símakostnaðar? Hver var hæsta greiðsla vegna einstaks starfsmanns ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar ráðherra hins vegar?
    Í eftirfarandi töflu má sjá fjölda starfsmanna sem fengu greiddan símakostnað, heildarsímakostnað og hæstu greiðslu til einstaks starfsmanns ráðuneytis og hverrar stofnunar árið 2017.

Stofnun Fjöldi starfsmanna Heildarsíma-kostnaður Hæsta greiðsla
ANR 49 2.914.334 kr. 82.680 kr.
Fiskistofa 45 2.096.136 kr. 48.000 kr.
Hafrannsóknastofnun 28 1.462.595 kr. 123.778 kr.
Matís 58 2.304.827 kr. 92.087 kr.
Matvælastofnun 84 3.503.636 kr. 86.107 kr.

     6.      Fengu starfsmenn ráðuneytisins eða þessara stofnana greidda fatapeninga árið 2017? Hver var þá heildarkostnaður ráðuneytisins og hverrar stofnunar vegna fatapeninga?
    Einn starfsmaður ráðuneytisins fékk greidda fatapeninga að upphæð 55.000 kr. árið 2017. 17 Enginn starfsmaður stofnana á málefnasviði ráðherra fékk greidda fatapeninga árið 2017.

    
1     Fiskistofa á bifreiðar sem nýttar eru af starfsmönnum við eftirlit og Hafrannsóknastofnun á bifreiðar sem eru notaðar í rannsóknarleiðangra innan lands.
2     Miðað er við 66,5 stöðugildi sem er nálgun út frá miklum breytingum á árinu.
3     Árið 2017 voru undirritaðir stofnanasamningar með gildistöku frá 1.júní 2016 skv. kjarasamningum viðkomandi stéttarfélaga. Launakostnaður á árinu var því töluvert hærri en á hefðbundnu ári. Alls voru greidd 185,6 ársverk. Hlutfall yfirvinnu og álags er 25,4 % af heildarlaunum vegna fjölda rannsóknaferða og vinnu á sjó.
4     Skýrist að töluverðu leyti af afturvirkni launagreiðslna samanber svar um meðalheildarlaun.
5     Matís er opinbert hlutafélag með rekstrarsamning við ráðuneytið og var því ákveðið að hafa félagið með í svarinu.
6     33 starfsmenn fengu endurgreiddan aksturskostnað vegna alls 22.643 km.
7     Vegna alls 7.583 km aksturs vegna rannsóknarferða og ferða til og frá Reykjavík.
8     Starfsmenn fá eingöngu greiddan útlagðan kostnað vegna ferðalaga innan lands. Allar fargjaldabókanir fara í gegnum ritara hvort sem er vegna ferða innan lands eða utan lands.
9     Fyrir utan ráðherra og aðstoðarmenn fóru 33 starfsmenn erlendis á vegum ráðuneytisins. Kostnaðurinn er vegna 185 ferða sem voru farnar af 41 starfsmanni.
10     Stærsti hluti innlendra dagpeninga er vegna veiðieftirlits víðs vegar um landið. Fiskistofa er með starfsstöðvar á sex stöðum og er því talsvert um ferðalög til að ná að sinna eftirliti. Það kostar talsverðar fjarverur frá heimili og starfsstöð.
11     Um er að ræða veiðieftirlitsmann. Meðaldagpeningar veiðieftirlitsmanna í starfi er um 1,5 millj. kr. á ári.
12     117 starfsmenn fengu greidda dagpeninga vegna rannsóknarferða innan lands, bæði styttri ferða og lengri ferða í nokkra daga.
13     Vegna alls 82 rannsóknarferða innan lands.
14     72 starfsmenn fengu greidda dagpeninga erlendis vegna samráðsfunda, námskeiða og ráðstefna, kennslu og annarra starfa.
15     Skýring á háum ferðakostnaði er að viðkomandi starfsmaður var erlendis í alls 72 daga vegna kennslustarfa fyrir Sameinuðu þjóðirnar auk funda á vegum Hafrannsóknastofnunar.
16     Ferða- og dvalarkostnaður innanlands nam alls 55.348.079 kr., þar af 19.774.502 kr. vegna nemenda og kennara við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem rekinn er af Hafrannsóknastofnun. Ferða- og dvalarkostnaður erlendis nam alls 73.887.100 kr., þar af 24.752.557 kr. vegna nemenda og kennara við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
17     Fiskistofa: Keyptur er sérstakur öryggis og hlífðarfatnaður fyrir starfsmenn veiðieftirlits.
Hafrannsóknastofnun: Sjómenn fá heimild til að kaupa vinnufatnað árlega að verðmæti 106.215 kr. til 135.050 kr. og starfsfólki sem vinnur við rannsóknir á sjó og landi eru útveguð vinnuföt eftir þörfum.