Ferill 281. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 720  —  281. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um ráðherrabíla og bílstjóra.


     1.      Hvaða lög og reglur kveða á um afnot ráðherra af ráðherrabílum í starfi annars vegar og utan starfs hins vegar?
    Í 8. gr. reglugerðar nr. 1281/2014, um bifreiðamál ríkisins, segir að leggja skuli ráðherrum ríkisstjórnarinnar til bifreið til afnota vegna starfa sinna og til aksturs frá heimili að vinnustað. Bifreiðin skal vera í eigu og rekstri ríkisins og vera útbúin öryggiskerfi og staðsetningarbúnaði. Slíkri bifreið skal að jafnaði ekið af sérstökum bifreiðarstjóra sem sinnir jafnframt hlutverki öryggisvarðar hlutaðeigandi ráðherra.
    Gildandi reglugerð um bifreiðamál ríkisins er frá því 2014 og kom í stað eldri reglugerðar frá árinu 1991. Þá var hlutverki bifreiðarstjóra breytt og fengu þeir aukið hlutverk til að gegna öryggisgæslu ráðherra, m.a. með því að virkja öryggisbúnað ef þörf krefur og veita hlutaðeigandi ráðherra liðsinni ef upp koma aðstæður sem kunna að ógna öryggi farþega og bifreiðarstjóra. Þá var og sérstaklega mælt fyrir um að ráðherrabifreiðin skyldi nýtt til aksturs til og frá heimili ráðherra.
    Þess skal getið að undanfarið hefur verið unnið að því að endurskipuleggja umsýslu og rekstur bifreiða Stjórnarráðsins og ráðningarsamband ráðherrabílstjóra. Innleiðing nýs fyrirkomulags stendur yfir. Það miðar að hagkvæmari rekstri allra ráðherrabifreiða og að skýrari umgjörð um notkun þeirra og um hlutverk bifreiðarstjóra. Eftirleiðis verður umsjón með bifreiðum, rekstur þeirra og endurnýjun hjá miðlægri þjónustueiningu Stjórnarráðsins. Endurnýjun bifreiða verður í samræmi við vistvæna innkaupastefnu ráðherrabifreiða sem ríkisstjórnin samþykkti í febrúar þessa árs. Þá miðar hið nýja fyrirkomulag að því að efla starfsumhverfi bifreiðarstjóra og gera þeim betur kleift að gegna öryggishlutverki gagnvart ráðherra.

     2.      Hefur verið gert hlunnindamat vegna notkunar ráðherra á ráðherrabílum? Ef svo er, hvert er hlunnindamatið og á hvaða forsendum er það byggt?
    Samkvæmt eldri reglugerð frá 1991 um bifreiðamál ríkisins kom fram að ráðherra gæti notað ráðherrabifreið til takmarkaðra einkanota. Í gildandi reglugerð er ekki fjallað sérstaklega um rétt til takmarkaðra einkanota og jafnframt er gert ráð fyrir að ráðherrum sé ekið til og frá heimili, m.a. vegna öryggissjónarmiða. Fyrir vikið er hlunnindamat ekki reiknað.

     3.      Heldur ráðherra akstursdagbók þar sem skráð eru erindi og akstursvegalengd?
    Þar sem bifreiðin er einungis notuð til að aka ráðherra hefur ekki verið ástæða til að halda sérstaka akstursdagbók.

     4.      Er akstursdagbók yfirfarin og það metið hvenær ráðherra notar bifreiðina í embættiserindum og hvenær í einkaerindum? Hver fer yfir og leggur mat á það?
    Sjá svar við 3. tölulið fyrirspurnar þessarar.
     5.      Hver er mánaðarlegur kostnaður við rekstur hverrar ráðherrabifreiðar frá og með árinu 2009? Sundurliðun óskast á rekstri bifreiðar og kostnaði vegna bílstjóra.

Tafla 1. Mánaðarlegur rekstrarkostnaður ráðherrabifreiðar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
2009 2010 * 2011 * 2012
jan. 374.287 90.338 165.810 292.673
febr. 51.032 89.800 189.024 70.506
mars 205.683 149.025 350.567 135.949
apr. 14.281 162.345 85.055 111.839
maí 171.243 283.737 126.684 214.121
júní 123.483 140.686 263.824 220.356
júlí 254.722 121.127 185.876 131.729
ág. 119.787 436.810 145.443 88.538
sept. 294.197 77.399 177.400
okt. 120.771 254.213 162.779
nóv. 195.531 140.549 238.927
des. 83.664 49.787 133.574
* 2013 * 2014 2015 2016 2017
jan. 230.376 176.419 244.701 191.913
febr. 31.725 112.073 309.390 98.935
mars 106.657 231.359 110.164
apr. 139.600 -241.571 34.867
maí 251.445 109.750 77.097
júní 278.286 161.936 132.893
júlí 92.557 473.146 206.877
ág. 78.345 141.695 107.865
sept. 171.377 322.823 76.894
okt. 141.565 20.203 242.532 82.339
nóv. 287.577 120.680 237.994
des. 39.208 148.100 107.624 161.369
* Ath. um þessa og aðrar töflur: Á tímabilinu 2011–13 voru bílamál allra ráðherrabíla í miðlægri stjórnsýslu innan Stjórnarráðsins, upplýsingar um kostnað frá því tímabili eru fengnar að hluta frá þeim aðilum.
* Ath. um þessa og aðrar töflur: Frá 23. maí 2013 til 31. desember 2014 gegndi þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra einnig stöðu umhverfis- og auðlindaráðherra. Rekstrarkostnaður ráðherrabifreiða og bílstjóra er því að hluta til hjá umhverfis- og auðlindaráðuneyti á því tímabili.

Tafla 2. Mánaðarlegur kostnaður vegna bílstjóra og afleysingabílstjóra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
2009 2010 * 2011 * 2012
jan. 1.922.930 552.334 540.357 557.732
febr. 512.040 468.059 484.827 507.732
mars 512.040 470.072 481.485 679.283
apr. 512.040 468.910 482.233 554.612
maí 537.240 494.197 526.404 582.412
júní 514.140 987.031 570.522 554.612
júlí 519.150 972.434 514.750 554.612
ág. 1.240.277 483.923 507.732 1.697.824
sept. 523.249 485.758 600.521
okt. 519.759 484.802 516.975
nóv. 567.239 532.175 575.752
des. 847.439 481.513 509.697
* 2013 * 2014 2015 2016 2017
jan. 618.463 607.387 665.491 714.610
febr. 580.463 625.732 1.050.784 715.221
mars 580.463 621.212 669.005 1.013.562
apr. 635.965 608.830 985.653 749.858
maí 642.148 645.960 737.502 763.087
júní 600.648 692.521 718.274 725.033
júlí 608.087 605.992 1.395.167 708.853
ág. 580.463 601.103 606.996 712.910 2.135.075
sept. 580.463 603.692 625.936 710.218 1.052.032
okt. 500.682 599.263 607.474 731.129 800.025
nóv. 625.670 674.659 1.108.044 792.063 879.032
des. 583.568 602.354 665.392 709.153 793.032

    Á tímabilinu 1. september 2012 til 23. maí 2013 var einn ráðherra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Rekstrarkostnaður ráðherrabifreiðar og bílstjóra það tímabil hefur því verið færður til helminga vegna sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra annars vegar og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hins vegar:

Tafla 3. Mánaðarlegur rekstrarkostnaður ráðherrabifreiðar atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Tafla 4. Mánaðarlegur kostnaður vegna bílstjóra og afleysingabílstjóra atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.
* 2012 * 2013 * 2012 * 2013
jan. 123.992 jan. 591.412
febr. 18.672 febr. 571.412
mars 127.118 mars 598.231
apr. 38.064 apr. 598.231
maí 142.772 maí 626.931
júní júní
júlí júlí
ág. ág.
sept. 58.113 sept. 571.412
okt. 104.030 okt. 571.412
nóv. 98.233 nóv. 626.404
des. 61.341 des. 642.572