Ferill 323. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 721  —  323. mál.




Svar


ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um starfsmenn stofnana á málefnasviði ráðherra.


     1.      Hvaða starfsmönnum stofnana á málefnasviði ráðherra lagði ríkið til bifreið árið 2017? Hvert var heildarverðmæti bifreiðanna?
    Enginn starfsmaður stofnana á málefnasviði ráðherra hafði bifreið til afnota árið 2017.

     2.      Hver voru meðalheildarlaun starfsmanna þessara stofnana árið 2017? Hver voru hæstu heildarlaun einstaks starfsmanns hverrar stofnunar árið 2017?
    Eftirfarandi tafla sýnir meðalheildarlaun starfsmanna og hæstu heildarlaun einstaks starfsmanns hverrar stofnunar árið 2017.

Stofnun Meðalheildarlaun Hæstu heildarlaun
Einkaleyfastofa 7.933.522 kr. 13.178.038 kr.
Ferðamálastofa 8.126.220 kr. 14.415.615 kr.
Neytendastofa 7.671.024 kr. 12.351.432 kr.
Nýsköpunarmiðstöð 9.050.994 kr. 14.646.428 kr.
Orkustofnun 9.784.343 kr. 18.570.774 kr.
Samkeppniseftirlitið 11.799.561 kr. 18.725.134 kr.

     3.      Fengu einhverjir starfsmenn stofnana á málefnasviði ráðherra endurgreiddan aksturskostnað árið 2017 og hver var heildaraksturskostnaður hverrar stofnunar? Hver var hæsta greiðsla til einstaks starfsmanns hverrar stofnunar?
    Í eftirfarandi töflu má sjá heildaraksturskostnað og hæstu greiðslu til einstaks starfsmanns hverrar stofnunar á árinu 2017.

Stofnun Heildar-aksturskostnaður Hæsta greiðsla
Einkaleyfastofa 34.100 kr. 34.100 kr.
Ferðamálastofa 425.928 kr. 220.008 kr.
Neytendastofa 386.815 kr. 76.120 kr.
Nýsköpunarmiðstöð 7.679.276 kr. 802.120 kr.
Orkustofnun 530.860 kr. 198.770 kr.
Samkeppniseftirlitið 0 kr. 0 kr.

     4.      Fengu einhverjir starfsmenn stofnana á málefnasviði ráðherra endurgreiddan ferðakostnað í formi dagpeninga innan lands eða utan árið 2017 og hver var þá heildarferðakostnaður hverrar stofnunar? Hver var hæsta greiðsla til einstaks starfsmanns hverrar stofnunar vegna ferðakostnaðar innan lands annars vegar og erlendis hins vegar?
    Eftirfarandi tafla sýnir fjárhæð dagpeninga innan lands og hæstu dagpeningagreiðslu til einstaks starfsmanns, sömu upplýsingar vegna utanlandsferða og heildarferðakostnað (flug, dvalarkostnað og dagpeninga innan lands og utan) hverrar stofnunar árið 2017.

Stofnun Dagpeningar
innan lands
Hæsta greiðsla Dagpeningar erlendis Hæsta greiðsla Heildarferða-kostnaður
Einkaleyfastofan 0 kr. 0 kr. 7.244.891 kr. 1.200.118 kr. 1 11.848.133 kr. 2
Ferðamálastofa 0 kr. 0 kr. 1.426.160 kr. 1.225.970 kr. 9.200.000 kr.
Neytendastofa 129.800 kr. 63.860 kr. 2.000.000 kr. 3 1.414.856 kr. 4 2.602.334 kr. 5
Nýsköpunarmiðstöð 5.715.500 kr. 1.009.600 kr. 12.263.215 kr. 1.667.274 kr. 37.276.602 kr.
Orkustofnun 0 kr. 0 kr. 11.005.334 kr. 6 1.535.710 kr. 19.095.216 kr. 7
Samkeppniseftirlitið 0 kr. 0 kr. 1.856.101 kr. 904.830 kr. 3.225.875 kr.

     5.      Var símakostnaður greiddur fyrir einhverja starfsmenn stofnana á málefnasviði ráðherra árið 2017 og þá fyrir hve marga starfsmenn hverrar stofnunar? Hver var heildarkostnaður hverrar stofnunar vegna símakostnaðar? Hver var hæsta greiðsla vegna einstaks starfsmanns hverrar stofnunar?
    Í eftirfarandi töflu má sjá fjölda starfsmanna sem fengu greiddan símakostnað, heildarsímakostnað og hæstu greiðslu til einstaks starfsmanns hverrar stofnunar árið 2017.
    
Stofnun Fjöldi starfsmanna Heildarsíma-
kostnaður
Hæsta greiðsla
Einkaleyfastofa 9 1.986.251 kr. 175.835 kr.
Ferðamálastofa 11 1.300.000 kr. 196.768 kr.
Neytendastofa 2 8 218.517 kr. 184.349 kr.
Nýsköpunarmiðstöð 64 3.484.550 kr. 418.842 kr.
Orkustofnun 25 1.394.479 kr. 164.252 kr.
Samkeppniseftirlitið 22 2.207.274 kr. 124.628 kr.

     6.      Fengu starfsmenn þessara stofnana greidda fatapeninga árið 2017? Hver var þá heildarkostnaður hverrar stofnunar vegna fatapeninga?
    Enginn starfsmaður stofnana á málefnasviði ráðherra fékk greidda fatapeninga árið 2017.
1     Endurgreitt af alþjóðlegum stofnunum að stórum hluta.
2     Heildarkostnaður var 16.899.105 kr, þar af voru 5.050.972 kr. endurgreiddar frá alþjóðastofnunum.
3     Heildardagpeningar erlendis án endurgreiðslu voru 3.115.791 kr. árið 2017. Endurgreiðsla frá alþjóðastofnunum um 1.200.000 kr.
4     Dagpeningar eru endurgreiddir um 70–80% frá Brussel.
5     Fjárhæð án endurgreiðslu frá Brussel og alþjóðastofnunum var 4.773.519 kr.
6     Þar af er endanlegur greiðandi annar en stofnunin, að 2.944.000 kr.
7     Þar af voru 4.423.622 kr. vegna útlagðs ferðakostnaðar fyrir Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna sem stofnunin sér um rekstur á. Heildarkostnaður vegna ferða þar sem endanlegur greiðandi er annar er 4.600.136 kr.
8     Stofnunin greiðir símakostnað af tveimur farsímum. Annar farsíminn er ekki skilgreindur á sérstakan starfsmann heldur einungis nýttur þegar einhver starfsmaður þarf að taka með sér síma t.d. út á land.