Ferill 283. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 722  —  283. mál.




Svar


ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um ráðherrabíla og bílstjóra.


     1.      Hvaða lög og reglur kveða á um afnot ráðherra af ráðherrabílum í starfi annars vegar og utan starfs hins vegar?
    Í 8. gr. reglugerðar nr. 1281/2014, um bifreiðamál ríkisins, segir að leggja skuli ráðherrum ríkisstjórnarinnar til bifreið til afnota vegna starfa sinna og til aksturs frá heimili að vinnustað. Bifreiðin skal vera í eigu og rekstri ríkisins og vera útbúin öryggiskerfi og staðsetningarbúnaði. Slíkri bifreið skal að jafnaði ekið af sérstökum bifreiðarstjóra sem sinnir jafnframt hlutverki öryggisvarðar hlutaðeigandi ráðherra.
    Gildandi reglugerð um bifreiðamál ríkisins er frá því 2014 og kom í stað eldri reglugerðar frá árinu 1991. Þá var hlutverki bifreiðarstjóra breytt og fengu þeir aukið hlutverk til að gegna öryggisgæslu ráðherra, m.a. með því að virkja öryggisbúnað ef þörf krefur og veita hlutaðeigandi ráðherra liðsinni ef upp koma aðstæður sem kunna að ógna öryggi farþega og bifreiðarstjóra. Þá var og sérstaklega mælt fyrir um að ráðherrabifreiðin skyldi nýtt til aksturs til og frá heimili ráðherra.
    Þess skal getið að undanfarið hefur verið unnið að því að endurskipuleggja umsýslu og rekstur bifreiða Stjórnarráðsins og ráðningarsamband ráðherrabílstjóra. Innleiðing nýs fyrirkomulags stendur yfir. Það miðar að hagkvæmari rekstri allra ráðherrabifreiða og að skýrari umgjörð um notkun þeirra og um hlutverk bifreiðarstjóra. Eftirleiðis verður umsjón með bifreiðum, rekstur þeirra og endurnýjun hjá miðlægri þjónustueiningu Stjórnarráðsins. Endurnýjun bifreiða verður í samræmi við vistvæna innkaupastefnu ráðherrabifreiða sem ríkisstjórnin samþykkti í febrúar þessa árs. Þá miðar hið nýja fyrirkomulag að því að efla starfsumhverfi bifreiðarstjóra og gera þeim betur kleift að gegna öryggishlutverki gagnvart ráðherra.

     2.      Hefur verið gert hlunnindamat vegna notkunar ráðherra á ráðherrabílum? Ef svo er, hvert er hlunnindamatið og á hvaða forsendum er það byggt?
    Samkvæmt eldri reglugerð frá árinu 1991 um bifreiðamál ríkisins kom fram að ráðherra gæti notað ráðherrabifreið til takmarkaðra einkanota. Í gildandi reglugerð er ekki fjallað sérstaklega um rétt til takmarkaðra einkanota og jafnframt er gert ráð fyrir að ráðherrum sé ekið til og frá heimili, m.a. vegna öryggissjónarmiða. Fyrir vikið er hlunnindamat ekki reiknað.

     3.      Heldur ráðherra akstursdagbók þar sem skráð eru erindi og akstursvegalengd?
    Þar sem bifreiðin er einungis notuð til að aka ráðherra hefur ekki verið ástæða til að halda sérstaka akstursdagbók.

     4.      Er akstursdagbók yfirfarin og það metið hvenær ráðherra notar bifreiðina í embættiserindum og hvenær í einkaerindum? Hver fer yfir og leggur mat á það?
    Sjá svar við 3. tölulið fyrirspurnar þessarar.

     5.      Hver er mánaðarlegur kostnaður við rekstur hverrar ráðherrabifreiðar frá og með árinu 2009? Sundurliðun óskast á rekstri bifreiðar og kostnaði vegna bílstjóra.

Tafla 1. Mánaðarlegur rekstrarkostnaður ráðherrabifreiðar iðnaðar- og viðskiptaráðherra / ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
* 2013 2014 2015 2016 2017
jan. 254.362 568.344 245.726 102.347
febr. 224.466 210.388 83.899 192.469
mars 905.708 191.686 90.449 89.496
apr. 176.658 447.297 505.304 59.951
maí 340.185 115.836 168.993 62.581
júní 282.848 854.043 296.550 102.750 63.342
júlí 158.636 240.798 186.714 301.685 31.134
ág. 267.096 202.154 145.360 427.094 93.516
sept. 7.965 253.681 193.573 7.670 78.307
okt. 394.184 838.321 286.106 483.020 158.241
nóv. 202.013 331.399 249.641 34.092 61.657
des. 328.350 184.213 135.500 146.229 87.516
* Ath. um þessa og aðrar töflur: Á tímabilinu 2011–2013 voru bílamál allra ráðherrabíla í miðlægri stjórnsýslu innan Stjórnarráðsins, upplýsingar um kostnað frá því tímabili eru fengnar að hluta frá þeim aðilum.

Tafla 2. Mánaðarlegur kostnaður vegna bílstjóra og afleysingabílstjóra iðnaðar- og viðskiptaráðherra / ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
* 2013 2014 2015 2016 2017
jan. 682.299 706.338 1.135.874 754.782
febr. 615.999 638.575 1.186.026 764.550
mars 620.275 747.005 710.352 833.534
apr. 715.645 638.833 702.138 754.782
maí 678.119 678.999 1.121.077 808.031
júní 1.196.462 643.882 668.158 758.505 756.182
júlí 1.230.999 653.460 638.169 1.290.852 755.832
ág. 615.999 638.072 1.257.133 1.397.988 765.362
sept. 615.999 642.480 950.994 767.646 953.047
okt. 738.999 642.441 636.207 754.782 807.277
nóv. 673.280 716.012 2.199.357 1.009.182 1.125.172
des. 615.999 1.038.205 1.121.868 1.650.152 883.032

    Á tímabilinu 1. september 2012 til 23. maí 2013 var einn ráðherra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Rekstrarkostnaður ráðherrabifreiðar og bílstjóra það tímabil hefur því verið færður til helminga vegna sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra annars vegar og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hins vegar, líkt og sjá má í töflum 3 og 4.
Tafla 3. Mánaðarlegur rekstrarkostnaður ráðherrabifreiðar atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Tafla 4. Mánaðarlegur kostnaður vegna bílstjóra og afleysingabílstjóra atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.
* 2012 * 2013 * 2012 * 2013
jan. 123.992 jan. 591.412
febr. 18.672 febr. 571.412
mars 127.118 mars 598.231
apr. 38.064 apr. 598.231
maí 142.772 maí 626.931
júní júní
júlí júlí
ág. ág.
sept. 58.113 sept. 571.412
okt. 104.030 okt. 571.412
nóv. 98.233 nóv. 626.404
des. 61.341 des. 571.412

    Í september árið 2012 tók atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið formlega til starfa við sameiningu þriggja ráðuneyta. Ráðuneytin þrjú voru efnahags- og viðskiptaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Neðangreindur kostnaður er vegna efnahags- og viðskiptaráðuneytis árin 2009–2012 og iðnaðarráðuneytis árin 2009–2012.

Tafla 5. Mánaðarlegur rekstrarkostnaður ráðherrabifreiðar efnahags- og viðskiptaráðherra.
2009 2010 * 2011 * 2012
jan. 348.546 303.021 245.576 152.915
febr. 37.450 56.581 52.149 27.458
mars 42.212 59.862 416.838 26.487
apr. 60.825 59.870 98.499 45.920
maí 141.676 144.875 56.962 88.329
júní 47.664 51.510 140.378 208.372
júlí 47.668 50.961 90.330 191.798
ág. 29.469 166.873 54.093 28.957
sept. 43.674 244.483 85.781 42
okt. 52.062 94.401 78.011
nóv. 131.253 77.679 60.964
des. 51.362 6.666 199.860 850

Tafla 6. Mánaðarlegur kostnaður vegna bílstjóra og afleysingabílstjóra efnahags- og viðskiptaráðherra.
2009 2010 * 2011 * 2012
jan. 539.908 541.094 570.146 616.552
febr. 486.448 491.730 523.916 569.024
mars 520.784 491.083 518.121 596.315
apr. 492.133 488.687 521.398 596.233
maí 515.262 515.355 519.966 656.074
júní 487.035 499.228 546.080 593.383
júlí 491.289 498.275 556.561 588.212
ág. 519.550 500.270 545.445 2.160
sept. 520.816 651.438 547.438 3.288
okt. 502.453 777.231 546.308 5.414
nóv. 584.834 519.307 689.241
des. 511.814 518.633 575.122 4.144

Tafla 7. Mánaðarlegur rekstrarkostnaður ráðherrabifreiðar iðnaðarráðherra.
2009 2010 * 2011 * 2012
jan. 1.410.047 201.925 28.160 195.163
febr. 115.308 46.970 1.653.478 12.687
mars 210.045 63.408 232.019 24.639
apr. 236.131 205.221 68.110 17.575
maí 138.284 263.894 76.531 82.460
júní 37.760 271.650 204.844 20.744
júlí 56.151 94.185 48.345 146.169
ág. 43.320 135.702 227.919
sept. 55.610 -95.755 46.619
okt. 44.211 37.042 62.330
nóv. 48.249 86.098 192.393
des. 95.580 26.735 190.472

Tafla 8. Mánaðarlegur kostnaður vegna bílstjóra og afleysingabílstjóra iðnaðarráðherra.
2009 2010 * 2011 * 2012
jan. 281.906 512.669 770.307 577.245
febr. 591.027 508.902 517.017 575.036
mars 588.238 514.252 521.797 603.870
apr. 585.855 515.242 517.876 118.656
maí 965.650 516.374 545.473 600.686
júní 487.498 525.656 613.457 612.469
júlí 546.309 524.325 545.843 607.179
ág. 528.264 527.488 545.846 606.165
sept. 529.220 525.332 545.073 605.532
okt. 509.645 523.331 544.982 610.129
nóv. 534.920 526.476 608.915 -1.164.009
des. 533.054 526.411 617.803 14.039