Ferill 499. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 726  —  499. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um vinnu íslenskra stjórnvalda vegna innleiðingar þriðja orkupakka ESB.

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


     1.      Hver eru helstu sjónarmið og hagsmunir Íslands að því er varðar þriðja orkupakka ESB, sem felur í sér löggjöf á sviði innri orkumarkaðarins?
     2.      Hvaða aðkomu höfðu íslensk stjórnvöld að fyrstu stigum vinnunnar, þ.e. við mótun löggjafarinnar, og hvernig komu þau sjónarmiðum sínum á framfæri?
     3.      Á hvaða vettvangi fór sú vinna fram og hvaða gögn eru til um þau samskipti?