Ferill 500. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 727  —  500. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um laun forstjóra og stjórna fyrirtækja í eigu ríkisins.

Frá Þorsteini Víglundssyni.


     1.      Hver voru á árunum 2014–2017 laun forstjóra eftirtalinna fyrirtækja:
              a.      Isavia,
              b.      Íslandspósts,
              c.      Landsvirkjunar,
              d.      RARIK,
              e.      Orkubús Vestfjarða,
              f.      Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco,
              g.      Landsbanka Íslands,
              h.      Íslandsbanka?
     2.      Forstjórar hverra hinna framangreindu fyrirtækja fengu laun samkvæmt ákvörðun kjararáðs?
     3.      Hvenær færðust forstjórar hinna framangreindu fyrirtækja undan kjararáði og hvaða áhrif hafði það á laun þeirra?
     4.      Hver var aðkoma ráðuneytisins að ákvörðunum um laun forstjóra hinna framangreindu fyrirtækja?
     5.      Hver voru á árunum 2014–2017 laun eftirtalinna stjórnarmanna framangreindra fyrirtækja:
              a.      formanns stjórnar,
              b.      almennra stjórnarmanna,
              c.      varamanna í stjórn?
     6.      Hvernig voru laun stjórnarmanna í framangreindum fyrirtækjum ákveðin á þessu tímabili? Hver var aðkoma ráðuneytisins að þeirri ákvörðun?


Skriflegt svar óskast.