Ferill 322. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 755  —  322. mál.
Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um starfsmenn ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða starfsmönnum ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra lagði ríkið til bifreið árið 2017? Hvert var heildarverðmæti bifreiðanna?
     2.      Hver voru meðalheildarlaun starfsmanna ráðuneytisins annars vegar og þessara stofnana hins vegar árið 2017? Hver voru hæstu heildarlaun einstaks starfsmanns ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar árið 2017?
     3.      Fengu einhverjir starfsmenn ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra endurgreiddan aksturskostnað árið 2017 og hver var heildaraksturskostnaður ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar? Hver var hæsta greiðsla til einstaks starfsmanns ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar?
     4.      Fengu einhverjir starfsmenn ráðuneytisins og þessara stofnana endurgreiddan ferðakostnað í formi dagpeninga innan lands eða utan árið 2017 og hver var þá heildarferðakostnaður ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar? Hver var hæsta greiðsla til einstaks starfsmanns ráðuneytis annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar vegna ferðakostnaðar innan lands annars vegar og erlendis hins vegar?
     5.      Var símakostnaður greiddur fyrir einhverja starfsmenn ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra árið 2017 og þá fyrir hve marga starfsmenn ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar? Hver var heildarkostnaður ráðuneytisins og hverrar stofnunar vegna símakostnaðar? Hver var hæsta greiðsla vegna einstaks starfsmanns ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar ráðherra hins vegar?
     6.      Fengu starfsmenn ráðuneytisins eða þessara stofnana greidda fatapeninga árið 2017? Hver var þá heildarkostnaður ráðuneytisins og hverrar stofnunar vegna fatapeninga?


    Vegna fyrirspurnar um starfsmenn ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra var leitað svara hjá Geislavörnum ríkisins, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Hjúkrunarheimilinu Sólvangi, embætti landlæknis, Landspítala, Lyfjastofnun, Sjúkrahúsinu á Akureyri, Sjúkratryggingum Íslands og velferðarráðuneyti.
    Allar stofnanirnar sem haft var samband við fyrir utan eina sáu sér fært að svara fyrirspurn þingmannsins. Rétt er að taka þeim svörum sem fram koma hér með fyrirvara um að einhver forsendumunur getur verið í tölum eftir stofnunum. Sem dæmi má nefna útreikning á meðallaunum starfsmanna stofnunar. Svör við spurningum þingmannsins má finna í meðfylgjandi töflu, með skýringum.

Ríkisstofnun Meðallaun starfsmanna stofnunar Hæstu greiddu laun til einstaks starfsmanns Endurgreiddur aksturskostnaður Hæsta einstaka greiðsla aksturskostnaðar Endurgreiddur ferðakostnaður/ dagpeningar Hæsta einstaka greiðsla innan lands Hæsta einstaka greiðsla erlendis Fjöldi
starfsmanna með greiddan símakostnað
Heildarkostnaður vegna síma Hæsta einstaka greiðsla vegna síma starfsmanns Kostnaður vegna fatastyrkja
Geislavarnir ríkisins 1 7.178.841 12.018.255 568.891 234.854 3.816.805 116.300 1.953.546 6 452.240 124.377 0
Heilbrigðisstofnun Austurlands 4.400.000 45.000.000 3.500.000 693.000 13.400.000 1.500.000 470.000 0 0 0 537.000
Heilbrigðisstofnun Norðurlands 2 5.984.137 32.831.093 9.124.120 723.140 28.042.045 1.128.400 748.208 85 4.373.299 119.943 2.469.911
Heilbrigðisstofnun Suðurlands 3 12.135.730 35.245.138 19.669.309 2.233.935 21.598.955 0 421.289 38 n/a 87.060 1.271.333
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 4.973.186 40.941.012 17.058.360 933.900 10.900.618 69.400 716.426 36 1.123.411 155.216 712.543
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 4 8.118.707 62.330.223 3.936.680 815.650 367.755 0 367.755 30 4.028.104 62.441 1.511.139
Heilbrigðisstofnun Vesturlands 4.175.471 36.967.468 6.590.620 633.050 4.607.156 124.535 751.018 12 765.856 143.850 753.544
Heilsugæsla höfuðborgsvæðisins 6.803.904 34.666.453 14.218.869 876.161 47.306.935 150.540 901.429 198 7.410.000 120.000 7.804.142
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands 6.296.000 16.633.000 256.423 256.423 4.098.851 253.940 167.717 2 89.962 44.981 0
Hjúkrunarheimilið Sólvangur
Landlæknir 9.144.045 19.120.344 24.750 14.360 8.975.548 133.100 693.498 24 1.116.480 123.456 0
Landspítali 5.609.688 41.437.254 46.865.176 1.092.630 182.026.600 403.500 2.023.021 2.296 16.841.026 114.649 13.842.146
Lyfjastofnun 8.703.321 15.316.288 179.212 59.587 11.987.000 0 1.992.687 n/a 698.836 136.326 0
Sjúkrahúsið á Akureyri 9.895.565 31.827.690 6.727.936 532.400 24.808.952 457.300 339.021 47 2.035.862 99.784 1.856.923
Sjúkratryggingar Íslands 7.600.000 17.500.000 1.400.000 451.000 2.171.000 36.000 321.000 18 1.200.000 86.313 0
Velferðarráðuneyti 9.610.428 20.936.847 395.670 193.050 31.369.566 0 1.446.170 70 2.694.634 138.959 55.000
Athugasemdir stofnana:
Hvorki þær stofnanir sem haft var samband við né ráðuneytið lagði starfsmönnum sínum til bifreiðar til einkanota.
Í langflestum tilvikum sem stofnanir greiða fatastyrki til starfsmanna er um greiðslur samkvæmt kjarasamningi að ræða.
1. Laun voru greidd til tólf starfsmanna Geislavarna ríkisins árið 2017, þar af störfuðu tveir aðeins hluta ársins.
2. Hjá HSN eru uppgefin meðallaun starfsmanna miðuð við meðalfjölda starfsmanna, ef miðað er við meðalheildarlaun á stöðugildi eru meðallaun 8.757.274 kr.
3. Símakostnaður er greiddur fyrir stjórnendur HSU upp að ákveðnu marki. Framkvæmdastjórninni eru lagðir til símar og símakostnaður greiddur að fullu. Alls fengu 38 starfsmenn greiddan símakostnað á árinu 2017.
4. Varðandi hæstu launagreiðslu til einstaklings hjá HVEST þá fékk viðkomandi launaleiðréttingu á árinu 2017 vegna vangoldinna launa í uppsagnarfresti á árinu 2015 og var launaleiðréttingin greidd út með dráttarvöxtum síðla árs 2017 eftir að dómur féll starfsmanninum í hag. Þegar leiðrétt er fyrir þessum lið eru hæstu laun 44.647.893 kr.
5. Meðal heildarlaun Landspítala 2017 voru 5.609.68 kr. Tekið skal fram að meðalstarfshlutfall á LSH er um 78%. Þar sem heildarlaun ná yfir vaktalaun, s.s. fyrir kvöld-, nætur-, bak- og gæsluvaktir er hér einnig gefin upp tala fyrir meðallaun fyrir fasta vinnu á ári en þau eru 4.173.535 kr.
5. Hæstu heildarlaun einstaks starfsmanns hjá Landspítala árið 2017 voru 41.437.25 kr. Að slepptum vaktakostnaði og breytilegri yfirvinnu þ.e. ef einungis eru tekin hæstu föst laun til einstaks starfsmanns, voru þau 32.012.000 kr.
5. Fjöldi símanúmera þar sem símakostnaður var greiddur, hjá Landspítala, var 2.296. Inni í þeirri tölu eru deilda-, bakvakta-,vakt- og teymissímar ásamt símum starfsmanna.
5. Í samræmi við ákvæði í kjarasamningi fengu 572 starfsmenn Landspítala greidda fatapeninga á árinu 2017.