Ferill 314. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 757  —  314. mál.
Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um starfsmenn ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra.


     1.      Hvaða starfsmönnum ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra lagði ríkið til bifreið árið 2017? Hvert var heildarverðmæti bifreiðanna?
    Ráðuneytið leggur ekki til bifreið fyrir starfsmenn sína, fyrir utan ráðherrabifreið fyrir forsætisráðherra. Bókfært verðmæti bifreiðarinnar í árslok 2017 var 9.691.963 kr. Ráðuneytið er eigandi að Subaru Legacy-bifreið árgerð 2006 sem er ekin 240 þús. km. Bifreið þessi er notuð fyrir eignaumsýslu. Áætlað verðmæti bifreiðarinnar er 500.000 kr.
    Stofnanir ráðuneytisins, Hagstofan, ríkislögmaður, umboðsmaður barna og óbyggðanefnd, leggja starfsmönnum sínum ekki til bifreiðar.

     2.      Hver voru meðalheildarlaun starfsmanna ráðuneytisins annars vegar og þessara stofnana hins vegar árið 2017? Hver voru hæstu heildarlaun einstaks starfsmanns ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar árið 2017?
    Meðalheildarlaun starfsmanna ráðuneytisins á árinu 2017 voru 10.242.147 kr. Hæstu laun einstaks starfsmanns ráðuneytisins voru 22.043.403 kr. Laun ráðherra og aðstoðarmanna ráðherra eru ekki meðtalin í launabókhaldi ráðuneytisins heldur greiðast þau af sérstökum fjárlagalið ríkisstjórnar.
    Meðalheildarlaun starfsmanna óbyggðanefndar árið 2017 voru 10.018.370 kr. Hæstu laun einstaks starfsmanns óbyggðanefndar voru 13.958.996 kr.
    Meðalheildarlaun fastráðinna starfsmanna Hagstofu Íslands árið 2017 voru 8.834.914 kr. miðað við stöðugildi. Hæstu laun einstaks starfsmanns Hagstofu Íslands voru 18.223.776 kr.
    Heildarmeðallaun starfsmanna umboðsmanns barna voru 8.321.148 kr. Hæstu laun einstaks starfsmanns umboðsmanns barna voru 10.747.638 kr.
    Heildarmeðallaun starfsmanna ríkislögmanns árið 2017 voru 14.067.476 kr. Hæstu laun einstaks starfsmanns ríkislögmanns voru 15.933.620 kr.

     3.      Fengu einhverjir starfsmenn ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra endurgreiddan aksturskostnað árið 2017 og hver var heildaraksturskostnaður ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar? Hver var hæsta greiðsla til einstaks starfsmanns ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar?
    Heildaraksturskostnaður ráðuneytisins árið 2017 var 772.660 kr. Hæsta greiðsla til einstaks starfsmanns ráðuneytisins vegna aksturs árið 2017 var 504.020 kr.
    Heildaraksturskostnaður ríkislögmanns árið 2017 var 12.540 kr. og fékk einn aðili þá greiðslu.
    Heildaraksturskostnaður Hagstofu Íslands árið 2017 var 247.786 kr. Hæsta greiðsla til einstaks starfsmanns Hagstofu Íslands vegna aksturs var 56.045 kr.
    Ekki var um aksturskostnað að ræða árið 2017 hvorki hjá óbyggðanefnd né umboðsmanni barna.
     4.      Fengu einhverjir starfsmenn ráðuneytisins og þessara stofnana endurgreiddan ferðakostnað í formi dagpeninga innan lands eða utan árið 2017 og hver var þá heildarferðakostnaður ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar? Hver var hæsta greiðsla til einstaks starfsmanns ráðuneytis annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar vegna ferðakostnaðar innan lands annars vegar og erlendis hins vegar?
    Heildarferðakostnaður ráðuneytisins árið 2017 var 18.632.219 kr. Heildarkostnaður ráðuneytisins vegna dagpeninga erlendis var 7.724.907 kr. Ráðuneytið greiðir ekki dagpeninga vegna ferða starfsmanna innan lands. Hæsta greiðsla ferðakostnaðar samtals yfir árið vegna ferða einstaks starfsmanns erlendis var 2.468.130 kr. Hæsta greiðsla vegna ferða starfsmanns innan lands var 60.850 kr.
    Heildarferðakostnaður Hagstofu Íslands árið 2017 var 20.261.814 kr. Heildarkostnaður Hagstofu Íslands í formi dagpeninga erlendis var 12.398.906 kr. Hæsta greiðsla vegna ferðakostnaðar samtals yfir árið til einstaks starfsmanns Hagstofu Íslands var 1.865.591 kr.
    Heildarferðakostnaður ríkislögmanns árið 2017 var 782.809 kr. Heildarkostnaður ríkislögmanns vegna dagpeninga erlendis var 646.716 kr. Hæsta greiðsla vegna ferðakostnaðar samtals yfir árið til einstaks starfsmanns ríkislögmanns var 339.889 kr.
    Heildarferðakostnaður umboðsmanns barna árið 2017 var 1.037.948 kr. Heildarkostnaður umboðsmanns barna vegna dagpeninga erlendis var 531.028 kr. Heildarkostnaður umboðsmanns barna vegna dagpeninga innan lands var 134.700 kr. Hæsta greiðsla samtals yfir árið til einstaks starfsmanns umboðsmanns barna vegna ferða innan lands var 92.240 kr.
    Enginn ferðakostnaður var hjá óbyggðanefnd á árinu 2017.

     5.      Var símakostnaður greiddur fyrir einhverja starfsmenn ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra árið 2017 og þá fyrir hve marga starfsmenn ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar? Hver var heildarkostnaður ráðuneytisins og hverrar stofnunar vegna símakostnaðar? Hver var hæsta greiðsla vegna einstaks starfsmanns ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar ráðherra hins vegar?
    Símakostnaður var greiddur fyrir 35 starfsmenn ráðuneytisins árið 2017. Heildarsímakostnaður ráðuneytisins var 7.083.593 kr. Hæsta greiðsla vegna símakostnaðar einstaks starfsmanns ráðuneytisins var 130.317 kr.
    Símakostnaður var greiddur fyrir einn starfsmann óbyggðanefndar árið 2017, 121.849 kr. Heildarsímakostnaður óbyggðanefndar var 251.933 kr.
    Símakostnaður var greiddur fyrir 14 starfsmenn Hagstofu Íslands árið 2017. Heildarsímakostnaður fyrir starfsmenn Hagstofu Íslands var 719.110 kr.
    Símakostnaður var greiddur fyrir einn starfsmann umboðsmanns barna árið 2017, 29.199 kr. Heildarsímakostnaður embættis umboðsmanns barna var 561.156 kr.
    Símakostnaður var greiddur fyrir einn starfsmann embættis ríkislögmanns árið 2017, 66.757 kr. Heildarsímakostnaður embættis ríkislögmanns var 551.733 kr.

     6.      Fengu starfsmenn ráðuneytisins eða þessara stofnana greidda fatapeninga árið 2017? Hver var þá heildarkostnaður ráðuneytisins og hverrar stofnunar vegna fatapeninga?
    Hvorki ráðuneytið né stofnanir þess leggja starfsmönnum sínum til fatapeninga.