Ferill 519. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 761  —  519. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um útreikning á verðtryggingu.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hvaða aðferð við útreikning á greiðslum af verðtryggðum lánasamningum er beitt í fjármálastofnunum í ríkiseigu eins og Íbúðalánasjóði, Íslandsbanka og Landsbanka Íslands?
     2.      Hyggst ráðherra hafa forgöngu um að birtar verði opinberlega þær reikniaðferðir og formúlur sem lög heimila við útreikning á greiðslum af verðtryggðum lánum?


Skriflegt svar óskast.