Ferill 521. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 763  —  521. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um fjölda hælisleitenda og dvalartíma þeirra hér á landi.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hver var fjöldi hælisleitenda og hversu margir fengu hæli hér á landi á árunum 2012–2017? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     2.      Hver var meðaldvalartími þeirra hælisleitenda hérlendis sem fengu synjun erindis á sama tíma? Hver var lengsti dvalartíminn og hvernig var dreifing hans?
     3.      Hvaða þættir hafa helst áhrif á dvalartíma hælisleitenda? Hvað hafa stjórnvöld gert til þess að stytta dvalartímann, hver er árangur þeirra aðgerða og hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar?
     4.      Hver er fjöldi og meðaldvalartími hælisleitenda sem snúið hafa aftur eftir að hafa verið synjað um vernd og fengið lögreglufylgd úr landi á árunum 2012–2017? Hver var lengsti dvalartíminn og hvernig var dreifing hans? Hvað hafa stjórnvöld gert til þess að fyrirbyggja slíkar endurkomur og hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar?


Skriflegt svar óskast.