Ferill 385. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 764  —  385. mál.
Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Ólafi Ísleifssyni um saltburð og mengandi efni í nágrenni vatnsverndarsvæða höfuðborgarsvæðisins.


     1.      Hve mörg tonn af vegsalti voru árlega borin á Suðurlandsveg, í nágrenni vatnsverndarsvæða höfuðborgarsvæðisins, á árunum 2012–2017?
    Í eftirfarandi töflu eru upplýsingar frá Vegagerðinni um saltnotkun á Suðurlandsvegi frá Nesbraut til Hveragerðis, auk saltnotkunar á Þrengslavegi og Bláfjallavegi. Um er að ræða órýnd ferilgögn snjómoksturstækja og eiga gögnin við um heildarsaltnotkun, þ.e. salt, salt í pækli og salt í sandi.

Tafla 1. Saltnotkun á Suðurlandsvegi frá Nesbraut til Hveragerðis, auk saltnotkunar á Þrengslavegi og Bláfjallavegi.
Saltnotkun (tonn)
2012 2013 2014 2015 2016 2017
Suðurlandsvegur (hringvegur)
Litla kaffistofan–Nesbraut 761 834 733 1012 476 507
Þrengslavegur–Litla kaffistofan 92 59 86 200 92 118
Hveragerði–Þrengslavegur 615 406 563 1350 769 811
Þrengslavegur 209 98 144 281 152 203
Bláfjallavegur: Hringvegur–Bláfjallaleið 23 29 17 3 14 13

     2.      Hafa áhrif saltburðarins á gæði neysluvatns verið metin með reglubundnum hætti og þá hve oft? Hverjar eru niðurstöður slíkra rannsókna varðandi gæði neysluvatns, til skamms og langs tíma?
    Verkfræðistofan EFLA hefur gert athugun á umhverfisáhrifum vegsöltunar, sem var verkefni stutt af Vegagerðinni. 1 Þar kemur m.a. fram að natríumklóríð (NaCl) sé notað til hálkuvarna, en magnesíumklóríð ( MgCl2) til rykbindingar í þéttbýli. Helsta uppspretta natríumklóríðs í grunnvatni er náttúruleg ákoma sjávarsalts með regni og er grunnvatn því ríkast af salti næst ströndinni. Ákoma salts hefur verið metin m.a. með mælingum á Rjúpnahæð og Írafossi og er meðaltal þessarar ákomu 11,3 tonn klóríðs á ferkílómetra lands á ári. Algengur styrkur klóríðs í neysluvatni á Íslandi er á bilinu 3–15 mg/l, en til samanburðar er hámarksgildi fyrir klóríð í neysluvatni 250 mg/l samkvæmt reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn. Samkvæmt ráðleggingum um mataræði er æskilegt að neysla matarsalts sé ekki meiri en 6.000–7.000 mg á dag, sem samsvarar um 4.000 mg af klóríði.
    Í klóríðmælingum sem gerðar voru í 43 borholum á Suðvesturlandi fundust árstíðabundnar breytingar í klóríðstyrk í tveimur borholum, annars vegar við Litlu kaffistofuna, 13,8–23,9 mg/l, og hins vegar við Waldorfskólann í Lækjarbotnum, 8,0–10,9 mg/l. Borholan við Litlu kaffistofuna er staðsett mjög nærri þjóðveginum um Sandskeið. Megnið af salti sem borið er á vegi berst rétt út fyrir vegkantinn og um 90% þess lenda innan við 20 metra frá vegkantinum.
    Í skýrslu Matvælastofnunar, Gæði neysluvatns á Íslandi 2002–2012, kemur fram að í 340 mælingum á klóríði hjá íslenskum vatnsveitum á þessu árabili reyndust öll sýni nema tvö vera undir hámarksgildi fyrir klóríð. Ekki kemur fram í skýrslunni hvar þessi sýni voru tekin.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Veitur ohf. fylgjast reglulega með gæðum neysluvatns á Reykjavíkursvæðinu, sbr. reglugerð um neysluvatn, og hafa niðurstöður mælinganna staðist kröfur um efnainnihald vatnsins.

     3.      Hafa áhrif á gæði neysluvatns af gúmmíkurli frá hjólbörðum bifreiða og af öðrum mengandi efnum sem fylgja umferð bifreiða í nágrenni vatnsverndarsvæða höfuðborgarsvæðisins verið metin með reglubundnum hætti og þá hve oft? Hverjar eru niðurstöður slíkra rannsókna varðandi gæði neysluvatns, til skamms og langs tíma?
    Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hafa slíkar rannsóknir ekki verið gerðar á þeirra vegum, og eins er eftirlitinu ekki kunnugt um að aðrir aðilar hafi gert þær. Þess má hins vegar geta að í reglugerð um neysluvatn eru gerðar kröfur um hámarksgildi fjölmargra efna, sbr. meðfylgjandi töflu, sem tryggja á öryggi vatnsins.

Tafla 2. Hámarksgildi efna í neysluvatni.
Rannsóknaþáttur

Hámarksgildi

1,2-díklóretan
3,0 .g/l
Akrýlamíð 0,10 .g/l
Ál 200 .g/l
Ammóníum 0,50 mg/l
Antímon 5,0 .g/l
Arómatísk fjölhringa kolvatnsefni (PAH) 0,10 .g/l
Arsen 10 .g/l
Bensen 1,0 .g/l
Bensó(a)pýren 0,010 .g/l
Blý 10 .g/l
Bór 1,0 mg/l
Bragð
Brómat 10 .g/l
Epíklórhýdrín 0,10 .g/l
Flúoríð 1,5 mg/l
Heildarmagn lífræns kolefnis (TOC) Engin óeðlileg breyting
Járn 200 .g/l
Kadmíum 5,0 .g/l
Klóríð 250 mg/l
Kopar 2,0 mg/l
Króm 50 .g/l
Kvikasilfur 1,0 .g/l
Leiðni 2500 .S cm-1 við 20°C
Litur
Lykt
Mangan 50 .g/l
Natríum 200 mg/l
Nikkel 20 .g/l
Nítrat 50 mg/l
Nítrít 0,50 mg/l
Oxunarhæfni 5,0 mg/l O2
Selen 10 .g/l
Súlfat 250 mg/l
Sýaníð 50 .g/l
Sýrustig ≥ 6,5 og . 9,5 pH-eining
Tetraklóreten og tríklóreten 10 .g/l
Tríhalómetan 100 .g/l
Varnarefni 0,10 .g/l
Varnarefni, heildarmagn 0,50 .g/l
Vínilklóríð 0,50 .g/l
Grugg
Fullnægjandi fyrir neytendur og engin óeðlileg breyting

1     www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/umhverfisahrif_vegsoltunar/$file/Umhverfis%C3%A1hrif%20vegs%C3%B6ltunar%20forathugun.pdf