Ferill 523. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 767  —  523. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um fermingaraldur og trúfélagaskráningu.

Frá Olgu Margréti Cilia.


     1.      Telur ráðherra ósamræmi felast í því að fermingaraldur er bundinn við þann sem verður 14 ára á árinu en réttur til að skrá sig í trúfélög og úr þeim er bundinn við 16 ára aldur?
     2.      Hefur ráðherra áform um að breyta ákvæðum um fermingaraldur og lágmarksaldur til að skrá sig í trúfélög og úr þeim?
     3.      Hyggst ráðherra leggja fram frumvarp þess efnis að fella úr gildi eða endurskoða tilskipun um ferminguna frá 25. maí 1759 eða tilskipun um vald biskupa til að veita undanþágur frá fermingartilskipunum frá 23. mars 1827, sem báðar er enn að finna í lagasafninu, og ef ekki, hvers vegna ekki?


Skriflegt svar óskast.