Ferill 532. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 776  —  532. mál.




Fyrirspurn     


til félags- og jafnréttismálaráðherra um nám á atvinnuleysisbótum.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvaða rök liggja að baki því að undanþáguákvæði 2. og 3. mgr. 52. gr. laga nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, eiga aðeins við um nám á háskólastigi en ekki á öðrum skólastigum, t.d. á framhaldsskólastigi, og hver er afstaða ráðherra til þessarar takmörkunar?
     2.      Hyggst ráðherra breyta þessum undanþáguákvæðum þannig að þau nái ekki einungis til náms á háskólastigi?