Ferill 537. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 793  —  537. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um fjölkerfameðferð við hegðunarvanda.

Frá Halldóru Mogensen.


     1.      Hver er árlegur kostnaður Barnaverndarstofu vegna fjölkerfameðferðar fyrir fjölskyldur barna sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda á mörgum sviðum (MST-meðferðar, e. multisystemic therapy)? Svar óskast sundurliðað eftir árum frá árinu 2010 þar til nú.
     2.      Hvernig skiptist kostnaðurinn? Hversu stór hluti kostnaðar er greiddur til erlendra fyrirtækja vegna leyfa fyrir notkun á MST-meðferð?
     3.      Hvaða aðferðafræði er notuð við mælingu á árangri MST-meðferðar?
     4.      Hversu mörg börn sem stríða einungis við hegðunarvanda hafa notið MST-meðferðar? Hver hefur árangurinn verið í þeim tilfellum?
     5.      Hversu mörg börn með fíknivanda hafa notið MST-meðferðar? Hver hefur árangurinn verið í þeim tilfellum?
     6.      Hversu mörg börn sem hafa farið í áfengis- og vímuefnameðferð á meðferðarheimili hafa notið MST-meðferðar áður?
     7.      Hafa einhver börn farið í áfengis- og vímuefnameðferð á meðferðarheimili án þess að hafa áður notið MST-meðferðar? Ef svo er, hversu mörg börn voru það?


Skriflegt svar óskast.