Ferill 26. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 817  —  26. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.

Frá velferðarnefnd.


     1.      Við 2. gr.
                  a.      1. tölul. orðist svo: Fötlun: Afleiðing skerðinga og hindrana af ýmsum toga sem verða til í samspili fólks með skerðingar og umhverfis og viðhorfa sem hindra fulla og árangursríka samfélagsþátttöku til jafns við aðra. Skerðingar hlutaðeigandi einstaklings eru langvarandi og hindranirnar til þess fallnar að viðkomandi verði mismunað vegna líkamlegrar, geðrænnar eða vitsmunalegrar skerðingar eða skertrar skynjunar.
                  b.      Orðin „af þeim sökum“ í 2. tölul. falli brott.
                  c.      Við 2. tölul. bætist: ef aðstoðar nýtur ekki við.
                  d.      Í stað orðanna „tekur m.a. mið af“ í 4. tölul. komi: byggist m.a. á.
                  e.      Á eftir orðunum „ Notendastýrð persónuleg aðstoð“ í 6. tölul. komi: (NPA).
                  f.      Við 6. tölul. bætist: á grundvelli starfsleyfis þar að lútandi.
                  g.      Í stað orðsins „leyfis“ í 9. tölul. komi: starfsleyfis.
                  h.      Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Starfsleyfi: Leyfi til handa þjónustu- og rekstraraðila sem hyggst veita þjónustu samkvæmt lögum þessum. Þegar þjónusta er veitt á grundvelli NPA-samnings nefnist starfsleyfi umsýsluleyfi og þjónustu- og rekstraraðilinn umsýsluaðili.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      Orðin „og nær 67 ára aldri“ í 2. málsl. 2. mgr. falli brott.
                  b.      3. og 4. málsl. 2. mgr. falli brott.
                  c.      Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Að jafnaði skal einstaklingur nýta sér almenna þjónustu, allt að 15 klukkustundum á viku, sbr. 26. og 27. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991.
     3.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað orðanna „möguleika á virkri þátttöku í“ í 1. mgr. komi: aðkomu að.
                  b.      2. og 3. mgr. orðist svo:
                      Ráðherra hefur eftirlit með framkvæmd laga þessara, þar á meðal að þjónusta, starfsemi og rekstur sveitarfélaga og annarra aðila samkvæmt lögunum sé í samræmi við markmið þeirra, reglugerðir og reglur settar samkvæmt þeim og skuldbindingar á sviði mannréttindamála. Þá hefur ráðherra eftirlit með að réttindi fatlaðs fólks séu tryggð. Ráðherra getur ákveðið að eigin frumkvæði að taka til umfjöllunar stjórnsýslu sveitarfélags samkvæmt lögum þessum. Réttur aðila máls til að kæra ákvörðun hefur ekki áhrif á þessa heimild. Telji ráðuneytið rétt að gera athugasemd getur það:
                      1.      gefið út leiðbeiningar um túlkun laga þessara og stjórnsýslu sveitarfélagsins á þessu sviði,
                      2.      gefið út álit um lögmæti athafna eða athafnaleysis sveitarfélagsins eða annars er eftirlit beinist að,
                      3.      gert sveitarfélagi að koma með tillögur til úrbóta og/eða gert tillögur til sveitarfélags um úrbætur á þjónustu þar sem þess er þörf og stuðlað að samræmingu hennar.
                      Markmið eftirlitsins er jafnframt að safna og miðla upplýsingum til að tryggja sambærilega þjónustu við fatlaða einstaklinga í ljósi ólíkra þarfa. Enn fremur skal ráðherra hafa umsjón með gerð þjónustu- og gæðaviðmiða í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og hagsmunasamtök fatlaðs fólks.
     4.      Við 6. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Óheimilt er að greiða arð af starfsemi einkaaðila sem taka að sér umsýslu NPA-samninga skv. 11. gr.
     5.      Við 7. gr.
                  a.      Í stað orðsins „einkaaðilar“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: þjónustu- og rekstraraðilar.
                  b.      Við 2. málsl. 1. mgr. bætist: sbr. m.a. ákvæði 11. gr.
                  c.      Í stað orðsins „þjónustuveitandi“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: ábyrgðaraðili þjónustu.
                  d.      Við 2. málsl. 2. mgr. bætist: eða starfsmönnum.
                  e.      Á eftir orðunum „hagsmunasamtaka fatlaðs fólks“ í 3. mgr. komi: og heildarsamtaka launafólks.
     6.      Við 10. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                      Einstaklingi er heimilt að sækja um samning við sveitarfélag eða sveitarfélög sem standa saman að þjónustusvæði um þjónustuform og fyrirkomulag stuðnings eða aðstoðar.
                  b.      Við 3. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Við gerð notendasamninga skulu uppfyllt skilyrði laga og reglugerða um réttindi starfsmanna, m.a. hvað varðar aðbúnað þeirra á vinnustað, sbr. lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, og aðrar meginreglur íslensks vinnuréttar og kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Sveitarfélag getur rift notendasamningi verði misbrestur þar á.
     7.      Við 11. gr.
                  a.      2. málsl. 1. mgr. falli brott.
                  b.      Við 2. málsl. 2. mgr. bætist: sbr. þó ákvæði 6. gr.
                  c.      Á eftir 2. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Umsýsluaðili NPA-samnings ber vinnuveitendaábyrgð gagnvart starfsfólki sínu og skal sjá til þess að uppfyllt séu ákvæði laga og reglugerða um réttindi starfsmanna sem aðstoða hann, m.a. hvað varðar aðbúnað á vinnustað þeirra, sbr. lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, og aðrar meginreglur íslensks vinnuréttar og kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Sveitarfélag getur afturkallað ákvörðun um umsýslusamning verði misbrestur þar á og hafi ekki verið bætt úr þrátt fyrir ábendingar þar að lútandi.
     8.      Við 20. gr.
                  a.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Teymi skv. 1. mgr. er heimilt að afla og vinna með nauðsynlegar upplýsingar um heilsu og stöðu barns, þ.m.t. niðurstöður greininga og mat á þörfum þess, sem og upplýsingar um aðstæður fjölskyldu þess. Tilgangur vinnslunnar er að teymið geti lagt heildstætt mat á stöðu og þjónustuþarfir barns, sinnt ráðgjafarhlutverki sínu gagnvart sveitarfélögum og tekið ákvörðun um hvaða úrræða barnið þarfnist, sbr. 3. málsl. 1. mgr.
                  b.      Á eftir orðinu „með“ í fyrirsögn komi: fjölþættan vanda og/eða.
     9.      Á eftir orðunum „enda hafi“ í 1. málsl. 2. mgr. 21. gr. komi: að mati sérfræðingateymis skv. 20. gr.
     10.      Orðin „sbr. 2. mgr. 3. gr.“ í 3. málsl. 3. mgr. 31. gr. falli brott.
     11.      Í stað 2. málsl. 1. mgr. 36. gr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Samráðsnefndin skal skipuð tveimur fulltrúum ráðuneytisins, einum fulltrúa frá ráðuneyti fjármála, tveimur fulltrúum sveitarfélaga og fjórum fulltrúum hagsmunasamtaka fatlaðs fólks. Ráðuneytið skal tryggja að fatlað fólk sé í meiri hluta í nefndinni.
     12.      Í stað orðanna „1. júní“ í 41. gr. komi: 1. október.
     13.      Við ákvæði til bráðabirgða I.
                  a.      3. mgr. orðist svo:
                      Ákvæði þetta og fyrirkomulag notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar auk þeirra álitaefna sem upp koma við framkvæmd laga þessara á tímabilinu skal endurskoða innan þriggja ára frá gildistöku þeirra í ljósi fenginnar reynslu.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Þeir samningar sem þegar hafa verið gerðir við gildistöku laga þessara halda gildi sínu.
     14.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.