Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 867, 148. löggjafarþing 330. mál: matvæli o.fl. (eftirlit, upplýsingagjöf).
Lög nr. 33 8. maí 2018.
I. KAFLI
Breyting á lögum um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breytingum.
II. KAFLI
Breyting á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, nr. 66/1998, með síðari breytingum.
III. KAFLI
Breyting á lögum um lífræna landbúnaðarframleiðslu, nr. 162/1994, með síðari breytingum.
Matvælastofnun fer með stjórnsýslu og opinbert eftirlit samkvæmt lögum þessum.
Matvælastofnun er heimilt að fela öðrum stofnunum, sjálfstæðum stofum eða einstaklingum að annast tiltekin verkefni sem eru á verksviði Matvælastofnunar samkvæmt lögum þessum að því tilskildu að þau hafi viðeigandi faggildingu. Ráðherra skal mæla nánar fyrir um skilyrði framsals með reglugerð.
Þingskjal 867, 148. löggjafarþing 330. mál: matvæli o.fl. (eftirlit, upplýsingagjöf).
Lög nr. 33 8. maí 2018.
Lög um breytingu á lögum um matvæli, lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr og lögum um lífræna landbúnaðarframleiðslu (eftirlit, upplýsingagjöf).
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna:- Við 6. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er að draga úr tíðni eftirlits hjá matvælafyrirtæki sem hefur vottun frá faggiltum aðila um að innra eftirlit fyrirtækisins uppfylli kröfur laga og reglna.
- Á eftir 6. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
- Á eftir 2. málsl. 8. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga skulu halda sameiginlega fundi reglulega og eigi sjaldnar en tvisvar á ári.
- Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr. a laganna:- 3. mgr. orðast svo:
- Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
- stöðvun eða verulega takmörkun á starfsemi matvælafyrirtækis,
- sölustöðvun og innköllun á vörum sem teljast ekki öruggar til neyslu,
- áminningu og álagningu dagsekta.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:- Orðin „héraðsdýralækna, sérgreinadýralækna“ í a-lið 2. mgr. falla brott.
- 1. málsl. e-liðar 2. mgr. orðast svo: skipulagningu, gagnaöflun, sýnatökur, rannsóknir, skýrslugerð og aðrar aðgerðir varðandi dýrasjúkdóma, heilbrigðisskoðun sláturafurða og heilbrigðiseftirlit með framleiðslu mjólkur.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:- 1. mgr. fellur brott.
- Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, sem verður 1. málsl., svohljóðandi: Héraðsdýralæknar starfa á umdæmisstofum Matvælastofnunar.
- Í stað orðsins „umdæmisskrifstofu“ í 2. mgr. kemur: umdæmisstofu.
- Í stað orðsins „umdæmisskrifstofur“ í 3. mgr. kemur: umdæmisstofur.
5. gr.
Fyrirsögn IV. kafla laganna verður: Héraðsdýralæknar.6. gr.
Í stað 1. mgr. 3. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:Matvælastofnun fer með stjórnsýslu og opinbert eftirlit samkvæmt lögum þessum.
Matvælastofnun er heimilt að fela öðrum stofnunum, sjálfstæðum stofum eða einstaklingum að annast tiltekin verkefni sem eru á verksviði Matvælastofnunar samkvæmt lögum þessum að því tilskildu að þau hafi viðeigandi faggildingu. Ráðherra skal mæla nánar fyrir um skilyrði framsals með reglugerð.
7. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2019 nema a-liður 2. gr. sem öðlast gildi 1. janúar 2021.Samþykkt á Alþingi 26. apríl 2018.