Ferill 563. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.

Þingskjal 886  —  563. mál.
Flutningsmenn.




Frumvarp til laga


um brottfall laga.

Flm.: Björn Leví Gunnarsson, Halldóra Mogensen, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson, Olga Margrét Cilia, Smári McCarthy, Jón Steindór Valdimarsson, Andrés Ingi Jónsson.


1. gr.

    Með lögum þessum eru eftirfarandi lög felld úr gildi:
     1.      Alþingissamþykkt um almanaksbreytinguna, 1. júlí 1700.
     2.      Tilskipun um breytingu almanaksins á Íslandi og í Færeyjum, 10. apríl 1700.
     3.      Lög um siglingar og verslun á Íslandi, 15. apríl 1854.
     4.      Lög um að leggja jarðirnar Laugarnes og Klepp í Seltjarnarneshreppi undir lögsagnarumdæmi og bæjarfélag Reykjavíkur, nr. 5/1894.
     5.      Lög um stækkun lögsagnarumdæmis og bæjarfélags Akureyrarkaupstaðar, nr. 34/1895.
     6.      Lög um að leggja jörðina Naust í Hrafnagilshreppi í Eyjafjarðarsýslu undir lögsagnarumdæmi og bæjarfélag Akureyrarkaupstaðar, nr. 28/1909.
     7.      Lög um eignarnámsheimild fyrir bæjarstjórn Ísafjarðarkaupstaðar á lóð undir skólabygging, nr. 31/1909.
     8.      Lög um eignarnámsheimild fyrir bæjarstjórn Ísafjarðar á lóð og mannvirkjum undir hafnarbryggju, nr. 49/1913.
     9.      Lög um bæjarstjórn Ísafjarðar, nr. 67/1917.
     10.      Lög um áveitu á Flóann, nr. 68/1917.
     11.      Lög um bæjarstjórn Vestmannaeyja, nr. 26/1918.
     12.      Lög um bæjarstjórn á Siglufirði, nr. 30/1918.
     13.      Lög um bæjarstjórn á Seyðisfirði, nr. 61/1919.
     14.      Lög um að leggja jarðirnar Kjarna og Hamra í Hrafnagilshreppi undir lögsagnarumdæmi og bæjarfélag Akureyrar, nr. 17/1920.
     15.      Lög um eignarnám á vatnsréttindum í Andakílsá o.fl., nr. 20/1921.
     16.      Lög um lífeyrissjóð embættismanna og ekkna þeirra, nr. 51/1921.
     17.      Lög um stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, nr. 46/1923.
     18.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að ganga inn í viðbótarsamning við myntsamning Norðurlanda, nr. 4/1926.
     19.      Lög um viðauka við og breyting á lögum nr. 68 14. nóvember 1917, um áveitu á Flóann, nr. 10/1926.
     20.      Lög um bæjarstjórn í Neskaupstað í Norðfirði, nr. 48/1928.
     21.      Lög um stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, nr. 49/1929.
     22.      Lög um stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, nr. 69/1931.
     23.      Lög um viðauka við og breyting á lögum nr. 68 14. nóvember 1917, um áveitu á Flóann, nr. 56/1933.
     24.      Lög um breyting nokkurra laga, sem varða sölu og meðferð íslenskra afurða, nr. 79/1935.
     25.      Lög um Skuldaskilasjóð vélbátaeigenda, nr. 99/1935.
     26.      Lög um gelding húsdýra, nr. 123/1935.
     27.      Lög um eignarnámsheimild á nokkrum löndum og á afnotarétti landsvæða í Hafnarfirði, Garðahreppi og Grindavíkurhreppi og um stækkun lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðarkaupstaðar, nr. 11/1936.
     28.      Lög um sameining Blönduóskauptúns í eitt hreppsfélag, nr. 15/1936.
     29.      Lög um viðauka við lög nr. 99 3. maí 1935, um Skuldaskilasjóð vélbátaeigenda, nr. 22/1939.
     30.      Lög um hlutarútgerðarfélög, nr. 45/1940.
     31.      Lög um breyting á lögum nr. 11 1. febrúar 1936 (Eignarnámsheimild á nokkrum löndum o.fl.), nr. 101/1940.
     32.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að kaupa nokkrar jarðir og afnotarétt jarða í Ölfusi, nr. 104/1940.
     33.      Lög um bæjarstjórn á Akranesi, nr. 45/1941.
     34.      Lög um heimild fyrir Reykjavíkurbæ til þess að taka eignarnámi hluta af landi jarðarinnar Vatnsenda í Seltjarnarneshreppi, nr. 57/1942.
     35.      Lög um stækkun lögsagnarumdæmis Neskaupstaðar, nr. 28/1943.
     36.      Lög um stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, nr. 52/1943.
     37.      Lög um viðauka við lög nr. 56/1933, um viðauka við og breyting á lögum nr. 68/1917, um áveitu á Flóann, nr. 117/1943.
     38.      Hafnarlög fyrir Siglufjarðarkaupstað, nr. 10/1944.
     39.      Lög um bæjarstjórn í Ólafsfirði, nr. 60/1944.
     40.      Lög um heimild fyrir Ólafsfjarðarkaupstað til að taka eignarnámi lóðarréttindi nálægt landamerkjum Brimness og Hornbrekku, nr. 30/1945.
     41.      Lög um heimild fyrir ríkissjóð til að kaupa eignir setuliðsins á Íslandi, nr. 54/1945.
     42.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka á leigu geymsluhús Tunnuverksmiðju Siglufjarðar sf., nr. 24/1946.
     43.      Lög um sameining Selfossbyggðar í eitt hreppsfélag, nr. 52/1946.
     44.      Lög um bæjarstjórn á Sauðárkróki, nr. 57/1947.
     45.      Lög um Egilsstaðakauptún í Suður-Múlasýslu, nr. 58/1947.
     46.      Lög viðvíkjandi nafnbreyting Vinnuveitendafélags Íslands, nr. 9/1948.
     47.      Lög um eignarnám á ræktuðum og óræktuðum byggingarlóðum á Sauðárkróki sunnan Sauðár, nr. 39/1948.
     48.      Lög um bráðabirgðabreyting nokkurra laga o.fl., nr. 50/1948.
     49.      Lög um skattfrelsi vinninga o.fl. varðandi happdrættislán ríkissjóðs, nr. 83/1948.
     50.      Lög um dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna, nr. 100/1948.
     51.      Lög um bæjarstjórn í Keflavík, nr. 17/1949.
     52.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka á móti og ráðstafa framlögum samkvæmt áætlun um fjárhagslega viðreisn Evrópu, nr. 47/1949.
     53.      Lög um eignarnám á lóðum vegna bygginga fyrir Menntaskólann í Reykjavík, nr. 62/1949.
     54.      Lög um bæjarstjórn í Húsavík, nr. 109/1949.
     55.      Lög um ábyrgð ríkissjóðs vegna viðskipta við lönd, sem versla á jafnvirðis- og vöruskiptagrundvelli, nr. 104/1952.
     56.      Lög um framlengingu á heimild ríkisstjórnarinnar til að nota allt að fjórum milljónum dollara af yfirdráttarheimild Íslands hjá Greiðslubandalagi Evrópu, nr. 6/1953.
     57.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæðin í alþjóðasamningi frá 5. apríl 1946 um möskvastærð fiskinetja og lágmarksstærðir fisktegunda, ásamt ákvæðum viðbætis við samninginn frá 2. apríl 1953, nr. 18/1954.
     58.      Lög um eignarnámsheimild fyrir Dalvíkurhrepp á erfðafesturéttindum í eignarlandi Dalvíkurhrepps, nr. 30/1954.
     59.      Lög um viðauka við lög nr. 115 7. nóvember 1941, um Búnaðarbanka Íslands, nr. 31/1954.
     60.      Lög um stækkun lögsagnarumdæmis Húsavíkurkaupstaðar, nr. 52/1954.
     61.      Lög um afnám ákvæða í lögum, sem binda atvinnuréttindi íslenskra ríkisborgara við undanfarna búsetu eða dvöl hér á landi, nr. 103/1954.
     62.      Lög um stækkun lögsagnarumdæmis Akureyrarkaupstaðar, nr. 107/1954.
     63.      Lög um bæjarstjórn í Kópavogskaupstað, nr. 30/1955.
     64.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka eignarnámi jarðirnar Borg, Dynjanda og Rauðsstaði í Auðkúluhreppi, Vestur-Ísafjarðarsýslu, nr. 17/1957.
     65.      Lög um sölu nokkurra jarða í opinberri eigu og um eignarnám erfðafesturéttinda, nr. 31/1958.
     66.      Lög um eignarnámsheimild fyrir Hvammstangahrepp á erfðafesturéttindum í eignarlandi hans, nr. 34/1958.
     67.      Lög um heimild handa ríkisstjórninni til ráðstafana vegna aðildar Íslands að Gjaldeyrissamningi Evrópu, nr. 34/1959.
     68.      Lög um eignarnámsheimild fyrir Húsavíkurkaupstað á svokölluðu Preststúni í Húsavíkurlandi, nr. 29/1960.
     69.      Lög um heimild handa ríkisstjórninni til að selja Stokkseyrarhreppi land jarðanna Stokkseyri I–III ásamt með hjáleigum og um eignarnámsheimild á erfðafesturéttindum, nr. 16/1961.
     70.      Lög um þátttöku Íslands í Hinni alþjóðlegu framfarastofnun, nr. 59/1961.
     71.      Lög um launajöfnuð kvenna og karla, nr. 60/1961.
     72.      Lög um afhendingu Þingeyjar í Skjálfandafljóti, nr. 62/1961.
     73.      Lög um breytingu á lausaskuldum bænda í föst lán, nr. 15/1962.
     74.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til lántöku vegna vatnsveituframkvæmda í Vestmannaeyjum, nr. 57/1963.
     75.      Lög um breytingu á lausaskuldum iðnaðarins í föst lán, nr. 36/1964.
     76.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja Hafnarfjarðarkaupstað land jarðarinnar Áss í Hafnarfirði, nr. 38/1964.
     77.      Lög um stækkun lögsagnarumdæmis Akraneskaupstaðar, nr. 45/1964.
     78.      Lög um heimild til hækkunar kvóta hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, nr. 53/1965.
     79.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja Reyðarfjarðarhreppi jörðina Kollaleiru, nr. 9/1966.
     80.      Lög um heimild handa ríkisstjórninni til að selja Hveragerðishreppi hluta úr landi ríkisjarðarinnar Vorsabæjar og um eignarnámsheimild á lóðum og erfðafesturéttindum, nr. 23/1966.
     81.      Lög um breyting á hreppamörkum milli Hafnarhrepps og Nesjahrepps, nr. 49/1966.
     82.      Lög um stækkun lögsagnarumdæmis Keflavíkurkaupstaðar, nr. 51/1966.
     83.      Lög um lagagildi samnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd., um álbræðslu við Straumsvík, nr. 76/1966.
     84.      Lög um ráðstafanir til lækkunar ríkisútgjalda, nr. 5/1968.
     85.      Lög um breytingu á mörkum Eskifjarðarhrepps og Reyðarfjarðarhrepps í Suður-Múlasýslu og um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja ríkisjörðina Hólma, nr. 56/1968.
     86.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á og viðauka við stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, nr. 82/1968.
     87.      Lög um aðgerðir í atvinnumálum, nr. 9/1969.
     88.      Lög um heimild til útgáfu reglugerðar um tilkynningarskyldu íslenskra skipa, nr. 28/1969.
     89.      Lög um breyting á lausaskuldum bænda í föst lán, nr. 31/1969.
     90.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja Garðahreppi landspildur úr landi Vífilsstaða, nr. 66/1969.
     91.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja Keflavíkurkaupstað landssvæði, sem áður tilheyrði samningssvæði varnarliðsins, nr. 76/1969.
     92.      Lög um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd., um álbræðslu við Straumsvík, nr. 19/1970.
     93.      Lög um ráðstöfun á Minningarsjóði Jóns Sigurðssonar frá Gautlöndum, nr. 26/1970.
     94.      Lög um heimild til hækkunar kvóta og framlags Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabankann, nr. 28/1970.
     95.      Lög um Fjárfestingarfélag Íslands hf., nr. 46/1970.
     96.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að ábyrgjast lán vegna Vatnsveitu Vestmannaeyja, nr. 15/1971.
     97.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja Hafnarfjarðarkaupstað hluta af landi jarðarinnar Dysja í Garðahreppi og Dalvíkurhreppi jörðina Háagerði í Dalvíkurhreppi, nr. 44/1971.
     98.      Lög um lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðarkaupstaðar, nr. 46/1971.
     99.      Lög um tekjur sveitarfélaga, samkvæmt gjaldskrám og reglugerðum, nr. 83/1971.
     100.      Lög um breyting á skipulagsskrá nr. 79 18. september 1929 fyrir minningarsjóð hjónanna Halldórs Jónssonar og Matthildar Ólafsdóttur frá Suður-Vík og dætra þeirra, Guðlaugar og Sigurlaugar, til stofnunar elliheimilis fyrir Vestur-Skaftafellssýslu og Eyjafj, nr. 21/1972.
     101.      Lög um ákvörðun kaupgreiðsluvísitölu fyrir tímabilið 1. janúar til 28. febrúar 1973, nr. 100/1972.
     102.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja landspildu úr prestssetursjörðinni Bjarnarnesi í Nesjahreppi, nr. 12/1973.
     103.      Lög um breyting á mörkum Gullbringusýslu og Kjósarsýslu og skipan lögsagnarumdæma, nr. 43/1973.
     104.      Lög um kaupstaðarréttindi til handa Seltjarnarneshreppi, nr. 16/1974.
     105.      Lög um kaupstaðarréttindi til handa Bolungarvíkurkauptúni, nr. 17/1974.
     106.      Lög um kaupstaðarréttindi til handa Grindavíkurhreppi, nr. 18/1974.
     107.      Lög um kaupstaðarréttindi til handa Eskifjarðarhreppi, nr. 19/1974.
     108.      Lög um kaupstaðarréttindi til handa Dalvíkurkauptúni, nr. 20/1974.
     109.      Lög um ráðstafanir vegna sameiningar Flugfélags Íslands hf. og Loftleiða hf., nr. 30/1974.
     110.      Lög um sérstakt útflutningsgjald af loðnuafurðum framleiddum á árinu 1974, nr. 52/1974.
     111.      Lög um breyting á lögum nr. 46 16. apríl 1971, um lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðarkaupstaðar, og um heimild fyrir Hafnarfjarðarkaupstað að taka eignarnámi landspildu í Hafnarfirði, nr. 110/1974.
     112.      Lög um breyting á mörkum lögsagnarumdæma Reykjavíkur og Kópavogs, nr. 38/1975.
     113.      Lög um viðauka við lög nr. 102 27. desember 1973 um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelginni, sbr. lög nr. 14 26. mars 1974 og lög nr. 72 14. október 1975, nr. 73/1975.
     114.      Lög um kaupstaðarréttindi til handa Garðahreppi, nr. 83/1975.
     115.      Lög um eignarnámsheimild fyrir Neskaupstað á hluta jarðarinnar Nes í Norðfirði með hjáleigunum Bakka og Naustahvammi, nr. 84/1975.
     116.      Lög um kaupstaðarréttindi til handa Njarðvíkurhreppi, nr. 86/1975.
     117.      Lög um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd., um álbræðslu við Straumsvík, nr. 42/1976.
     118.      Lög um undirbúningsfélag saltverksmiðju á Reykjanesi, nr. 47/1976.
     119.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til aðildar að Iðnþróunarsjóði fyrir Portúgal, nr. 61/1976.
     120.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að leyfa hf. Olíumöl innflutning á olíupramma, nr. 4/1977.
     121.      Lög um heimild til hækkunar framlags Íslands til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans, nr. 7/1977.
     122.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á og viðauka við stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, nr. 15/1977.
     123.      Lög um heimild til sölu hlutabréfa í Íslensku matvælamiðstöðinni hf. til erlendra aðila, nr. 17/1977.
     124.      Lög um skattfrelsi jarðstöðvar til fjarskiptasambands við umheiminn, nr. 20/1977.
     125.      Lög um virkjun Hvítár í Borgarfirði, nr. 26/1977.
     126.      Lög um skyldusparnað og ráðstafanir í ríkisfjármálum, nr. 77/1977.
     127.      Lög um kaupstaðarréttindi til handa Selfosskauptúni, nr. 8/1978.
     128.      Lög um breytingu á mörkum lögsagnarumdæma Reykjavíkur og Seltjarnarneskaupstaðar, nr. 30/1978.
     129.      Lög um greiðslu verðjöfnunargjalds af sauðfjárafurðum, nr. 105/1978.
     130.      Lög um breytingu á lausaskuldum bænda í föst lán, nr. 33/1979.
     131.      Lög um breytt verðgildi íslensks gjaldmiðils, nr. 35/1979.
     132.      Lög um heimild til hækkunar framlags Íslands til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, nr. 38/1979.
     133.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka eignarnámi hluta jarðarinnar Deildartungu í Reykholtsdalshreppi ásamt jarðhitaréttindum, nr. 57/1979.
     134.      Lög um heimild til viðbótarlántöku og ábyrgðarheimild vegna framkvæmda á sviði orkumála 1979 o.fl., nr. 42/1980.
     135.      Lög um manntal 31. janúar 1981, nr. 76/1980.
     136.      Lög um heimildir til lántöku á árunum 1980 og 1981 og ábyrgðarheimildir, nr. 89/1980.
     137.      Lög um sameiningu Lífeyrissjóðs barnakennara og Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, nr. 93/1980.
     138.      Lög um lagningu sjálfvirks síma, nr. 32/1981.
     139.      Lög um sjóefnavinnslu á Reykjanesi, nr. 62/1981.
     140.      Lög um heimild til hækkunar á hlutafé Íslands í Alþjóðabankanum, nr. 32/1982.
     141.      Lög um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði, nr. 70/1982.
     142.      Lög um ábyrgð vegna norrænna fjárfestingalána til verkefna, nr. 77/1982.
     143.      Lög um kaupstaðarréttindi til handa Ólafsvíkurhreppi, nr. 34/1983.
     144.      Lög um heimild til hækkunar á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, nr. 68/1983.
     145.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að auka hlutafé Íslands í Norræna fjárfestingarbankanum, nr. 70/1983.
     146.      Lög um heimild til niðurfellingar eða endurgreiðslu stimpilgjalda af íbúðalánum, nr. 20/1984.
     147.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja lagmetisiðju ríkisins í Siglufirði, nr. 26/1984.
     148.      Lög um heimild fyrir ráðherra f.h. ríkissjóðs til að ábyrgjast lán fyrir Arnarflug hf., nr. 30/1984.
     149.      Lög um lántöku o.fl. vegna byggingar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli, nr. 45/1984.
     150.      Lög um lántöku Áburðarverksmiðju ríkisins, nr. 49/1984.
     151.      Lög um ráðstafanir í sjávarútvegsmálum, nr. 71/1984.
     152.      Lög um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd., um álbræðslu við Straumsvík, nr. 104/1984.
     153.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja Landssmiðjuna, nr. 125/1984.
     154.      Lög um breytingu á mörkum Garðabæjar og Kópavogs, nr. 22/1985.
     155.      Lög um þátttöku ríkisins í hlutafélagi til að örva nýsköpun í atvinnulífi og um heimildir annarra aðila til þátttöku í félaginu, nr. 69/1985.
     156.      Lög um sjálfskuldarábyrgð ríkissjóðs á láni vegna byggingar stálvölsunarverksmiðju, nr. 82/1985.
     157.      Lög um Jarðboranir hf., nr. 107/1985.
     158.      Lög um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd., um álbræðslu við Straumsvík, nr. 111/1985.
     159.      Lög um nefnd til að kanna viðskipti Útvegsbanka Íslands og Hafskips hf., nr. 119/1985.
     160.      Lög um yfirtöku ríkisviðskiptabanka á eignum og skuldum Söfnunarsjóðs Íslands, nr. 31/1986.
     161.      Lög um afhendingu Viðeyjar í Kollafirði, nr. 47/1986.
     162.      Lög um ábyrgð vegna norrænna fjárfestingarlána til verkefna, nr. 69/1986.
     163.      Lög um stofnun hlutafélagsbanka um Útvegsbanka Íslands, nr. 7/1987.
     164.      Lög um niðurfellingu laga nr. 54 frá 29. maí 1981, um Landkaupasjóð vegna kaupstaða og kauptúna, nr. 16/1987.
     165.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að auka hlutafé Íslands í Norræna fjárfestingarbankanum, nr. 93/1987.
     166.      Lög um heimild fyrir Reykjavíkurborg til þess að taka eignarnámi hluta af landi jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogskaupstað, nr. 22/1988.
     167.      Lög um heimild til hækkunar á hlutafé Íslands í Alþjóðabankanum, nr. 27/1988.
     168.      Lög um heimild fyrir ráðherra f.h. ríkissjóðs til að selja fasteignir Grænmetisverslunar landbúnaðarins að Síðumúla 34 og jarðhús í Ártúnsbrekku við Elliðaár, nr. 40/1988.
     169.      Lög um efnahagsaðgerðir, nr. 9/1989.
     170.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að leyfa Köfunarstöðinni hf., Dýpkunarfélaginu hf., Slysavarnafélagi Íslands og Íslenska úthafsútgerðarfélaginu hf. innflutning á skipum, nr. 27/1989.
     171.      Lög um endurbætur og framtíðaruppbyggingu forsetasetursins á Bessastöðum, nr. 31/1989.
     172.      Lög um stofnun hlutafélags um ríkisprentsmiðjuna Gutenberg, nr. 45/1989.
     173.      Lög um skuldbreytingar vegna loðdýraræktar, nr. 112/1989.
     174.      Lög um að leggja Þróunarsjóð lagmetisiðnaðarins niður og ráðstafa eignum hans til lagmetisframleiðenda og samtaka þeirra, nr. 44/1990.
     175.      Lög um heimild til hækkunar á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, nr. 103/1990.
     176.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á og viðauka við stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, nr. 104/1990.
     177.      Lög um ábyrgð gagnvart Norræna fjárfestingarbankanum, nr. 127/1990.
     178.      Lög um launamál, nr. 4/1991.
     179.      Lög um ráðstafanir vegna aflabrests í loðnuveiðum, nr. 13/1991.
     180.      Lög um að leggja niður Lífeyrissjóð ljósmæðra, nr. 18/1992.
     181.      Lög um stofnun hlutafélags um Ríkismat sjávarafurða, nr. 91/1992.
     182.      Lög um stofnun hlutafélags um Síldarverksmiðjur ríkisins, nr. 20/1993.
     183.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að leyfa Slysavarnafélagi Íslands að flytja inn björgunarbát, nr. 23/1993.
     184.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að leyfa Sveinbirni Runólfssyni sf. innflutning á gröfupramma, nr. 24/1993.
     185.      Lög um stofnun hlutafélags um Sementsverksmiðju ríkisins, nr. 28/1993.
     186.      Lög um stofnun hlutafélags um Íslenska endurtryggingu, nr. 45/1993.
     187.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja jörðina Lönguhlíð í Vallahreppi, Suður-Múlasýslu, nr. 68/1993.
     188.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að auka hlutafé Íslands í Norræna fjárfestingarbankanum og að staðfesta breytingar á samþykktum bankans, nr. 85/1993.
     189.      Lög um efnahagsaðgerðir vegna kjarasamninga, nr. 112/1993.
     190.      Lög um ráðstöfun aflaheimilda Hagræðingarsjóðs sjávarútvegsins til að vega á móti skerðingu þorskveiðiheimilda, nr. 119/1993.
     191.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja Seltjarnarneskaupstað eyjuna Gróttu, nr. 53/1994.
     192.      Lög um stofnun hlutafélags um Lyfjaverslun ríkisins og heimild til sölu hlutabréfa í því félagi, nr. 75/1994.
     193.      Lög um stofnun hlutafélags um Áburðarverksmiðju ríkisins, nr. 89/1994.
     194.      Lög um ráðstafanir til að stuðla að stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum í kjölfar samdráttar í þorskafla, nr. 96/1994.
     195.      Lög um ábyrgð á norrænum fjárfestingarlánum til verkefna utan Norðurlanda, nr. 142/1994.
     196.      Lög um stofnun hlutafélags um síldarútvegsnefnd og stofnun sjóða í þágu síldarútvegsins, nr. 43/1998.
     197.      Lög um heimild til hækkunar á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, nr. 128/1998.
     198.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á og viðauka við stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, nr. 129/1998.
     199.      Lög um afnám laga nr. 70 1. júlí 1985, um Framkvæmdasjóð Íslands, með síðari breytingum, nr. 146/1998.
     200.      Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að auka hlutafé Íslands í Norræna fjárfestingarbankanum og hækka útlánaramma vegna norrænna fjárfestingarlána til verkefna utan Norðurlanda, nr. 164/1998.
     201.      Lög um stofnun hlutafélags um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum, nr. 98/2000.
     202.      Lög um stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða, nr. 40/2001.
     203.      Lög um sölu kristfjárjarðanna Arnheiðarstaða og Droplaugarstaða í Fljótsdalshreppi, nr. 53/2001.
     204.      Lög um auknar ábyrgðir vegna lánaflokks í Norræna fjárfestingarbankanum til umhverfismála í grannhéruðum Norðurlandanna, nr. 129/2002.
     205.      Lög um stofnun hlutafélags um Norðurorku, nr. 159/2002.
     206.      Lög um hækkun útlánaramma Norræna fjárfestingarbankans vegna norrænna fjárfestingarlána til verkefna utan Norðurlanda (PIL), nr. 31/2004.
     207.      Lög um stofnun einkahlutafélags um Orkuveitu Húsavíkur, nr. 13/2005.
     208.      Lög um sölu kristfjárjarðarinnar Utanverðuness í Sveitarfélaginu Skagafirði, nr. 25/2005.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Með frumvarpi þessu er lagt til að öll lög sem hafa í reynd lokið hlutverki sínu en eru þó að formi til enn í gildi verði felld úr gildi og lagasafnið þannig hreinsað.