Ferill 377. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 887  —  377. mál.
Svar


félags- og jafnréttismálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um ferðakostnað og dagpeninga ráðherra og ráðuneytisstjóra.


    Vegna sameiningar félags- og tryggingamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins í velferðarráðuneytið árið 2011 og vegna fjölgunar ráðherra í velferðarráðuneytinu úr einum í tvo í maí 2013 eru svör félags- og jafnréttismálaráðherra og heilbrigðisráðherra samhljóða.

     1.      Hver var frá árinu 2006 árlegur fjöldi ferða heilbrigðisráðherra annars vegar og þeirra ráðherra sem fóru með málefnasvið hans og hins vegar ráðuneytisstjóra þessara sömu ráðuneyta til útlanda vegna starfa á vegum ráðuneytisins?
    Eftirfarandi tafla sýnir fjölda ferða ráðherra og ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins (félags- og tryggingamálaráðuneytisins 2008–2010) annars vegar og heilbrigðisráðuneytisins (heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins 2006–2007) hins vegar til útlanda vegna starfa á vegum ráðuneytanna árin 2006–10.

Félagsmálaráðuneytið Heilbrigðisráðuneytið
Fjöldi ferða ráðherra Fjöldi ferða ráðuneytisstjóra Fjöldi ferða ráðherra Fjöldi ferða ráðuneytisstjóra
2006 6 7 7 8
2007 6 3 4 9
2008 3 4 8 5
2009 2 0 3 4
2010 6 0 4 3

    Eftirfarandi tafla sýnir fjölda ferða ráðherra og ráðuneytisstjóra velferðarráðuneytisins til útlanda vegna starfa á vegum ráðuneytanna árin 2011–2017. Skammstafanir eru þessar: velferðarráðherra (VEL), félags- og jafnréttismálaráðherra (FEL) og heilbrigðisráðherra (HBR).

Velferðarráðuneytið
Fjöldi ferða ráðherra VEL Fjöldi ferða ráðherra VEL/FEL Fjöldi ferða ráðherra VEL/HBR Fjöldi ferða ráðuneytisstjóra
2011 4 5
2012 5 3
2013 2 3 1 5
2014 9 5 8
2015 4 2 5
2016 3 5 11
2017 7 6 10

     2.      Hve háar voru árlegar greiðslur dagpeninga hvors um sig vegna þessara ferða?
    Fjallað er um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins í reglum fjármálaráðuneytisins, nr. 1/2009. Þar kemur fram að ráðherrum og forseta Hæstaréttar skuli greiddir 2/ 3 hlutar dagpeninga en 1/ 3 hluti dagpeninga ef um opinbera heimsókn er að ræða. Auk þess skal þeim greiddur ferða- og gistikostnaður, risnukostnaður og símtöl. Í eldri reglum um greiðslu ferðakostnaðar, nr. 39/1992, kom fram að ráðherrum og forseta Hæstaréttar skyldu greiddir fullir dagpeningar. Auk þess skyldi greiða ferða- og gistikostnað, risnukostnað og símtöl. Samkvæmt sömu reglum skyldi ráðuneytisstjórum, auk fleiri sem sérregla gilti um, greiddir 4/ 5 hlutar fullra dagpeninga, auk ferða-, gisti- og símakostnaðar. Með breytingunni árið 2009 lækkaði fjárhæð dagpeninga vegna ferða ráðherra en á móti kemur að ráðuneytin greiða fyrir gistingu. Að sama skapi var sérregla ráðuneytisstjóra og fleiri afnumin.
    Eftirfarandi tafla sýnir hve háar árlegar greiðslur dagpeninga ráðherra og ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins annars vegar og heilbrigðisráðuneytisins hins vegar voru árin 2006–2010.

Félagsmálaráðuneytið Heilbrigðisráðuneytið
Dagpeningar ráðherra Dagpeningar ráðuneytisstjóra Dagpeningar ráðherra Dagpeningar ráðuneytisstjóra
2006 564.720 484.651 611.774 1.475.053
2007 403.240 277.435 265.409 1.035.637
2008 468.235 555.809 1.018.632 372.699
2009 247.848 0 446.811 1.032.340
2010 510.114 0 341.530 1.818.606

    Eftirfarandi tafla sýnir hve háar árlegar greiðslur dagpeninga ráðherra og ráðuneytisstjóra velferðarráðuneytisins voru árin 2011–2017.

Velferðarráðuneytið
Dagpeningar ráðherra VEL Dagpeningar ráðherra VEL/FEL Dagpeningar ráðherra VEL/HBR Dagpeningar ráðuneytisstjóra
2011 239.124 514.452
2012 113.062 495.202
2013 118.071 155.488 52.932 615.249
2014 400.405 197.406 886.854
2015 145.794 154.316 526.121
2016 224.725 282.839 934.401
2017 295.235 354.119 801.315

     3.      Hversu oft á hverju ári fengu ráðherra og ráðuneytisstjóri 1/3 hluta dagpeninga og hve oft 2/3 hluta?
    Reglur nr. 1/2009, um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins, tóku gildi 6. mars 2009. Skv. 9. gr. reglnanna gildir reglan um greiðslu á 1/ 3 hluta og 2/ 3 hlutum dagpeninga einungis vegna ferða ráðherra og forseta Hæstaréttar. Eftir gildistöku reglunnar hafa ráðherrar sem ferðast á vegum velferðarráðuneytisins fengið greidda 2/ 3 hluta. Fyrrnefnd 9. gr. reglnanna tekur ekki til ráðuneytisstjóra og fær ráðuneytisstjóri óskerta dagpeninga og greiðir allan sinn kostnað sjálfur.

     4.      Hverjar voru árlegar fjárhæðir, skipt á ráðherra og ráðuneytisstjóra, vegna hótelgistingar þeirra annars vegar og hins vegar annars ferðakostnaðar?
    Eftirfarandi tafla sýnir árlegar fjárhæðir, skipt á ráðherra og ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins annars vegar og heilbrigðisráðuneytisins hins vegar, vegna hótelgistingar þeirra og ferðakostnaðar árin 2006–2010.

Félagsmálaráðuneytið Heilbrigðisráðuneytið
Ráðherra Ráðuneytisstjóri Ráðherra Ráðuneytisstjóri
Dvalarkostn. Ferðakostn. Dvalarkostn. Ferðakostn. Dvalarkostn. Ferðakostn. Dvalarkostn. Ferðakostn.
2006 336.507 405.580 251.727 873.660 276.312 1.120.660 1.206.152 2.455.777
2007 284.422 589.810 157.835 307.386 173.995 483.800 765.390 1.631.438
2008 110.973 730.356 157.092 799.990 1.010.562 1.181.845 238.786 834.360
2009 120.978 213.330 0 0 0 458.754 0 526.662
2010 256.292 735.515 0 0 183.293 546.530 0 529.696

    Eftirfarandi tafla sýnir árlegar fjárhæðir, skipt á ráðherra og ráðuneytisstjóra velferðarráðuneytisins vegna hótelgistinga annars vegar og ferðakostnaðar hins vegar árin 2011–2017.

Velferðarráðuneytið
Ráðherra VEL Ráðherra VEL/FEL Ráðherra VEL/HBR Ráðuneytisstjóri
Dvalarkostn. Ferðakostn. Dvalarkostn. Ferðakostn. Dvalarkostn. Dvalarkostn. Ferðakostn. Dvalarkostn.
2011 304.572 580.360 574.790 139.220
2012 341.537 711.272 346.840 0
2013 41.080 410.950 121.593 539.000 87.467 153.540 609.550 95.246
2014 473.659 1.278.445 100.413 448.595 770.585 23.779
2015 131.524 654.460 53.113 304.647 624.590 21.467
2016 102.373 394.404 321.733 371.937 906.221 0
2017 405.392 626.877 405.987 331.080 539.885 0

     5.      Í hversu mörgum tilfellum hvert þessara ára var ráðherra eða ráðuneytisstjóra ekið út á flugvöll í bifreiðum ráðuneytisins og í hve mörgum tilfellum endurgreiddu þeir þann hluta dagpeninga sem ætlaður er til að standa undir þeim hluta ferðakostnaðarins?
    Í 8. gr. reglugerðar nr. 1281/2014, um bifreiðamál ríkisins, segir að leggja skuli ráðherrum ríkisstjórnarinnar til bifreið til afnota vegna starfa sinna. Þar af leiðandi er ráðherra jafnan ekið til flugvallar í bifreið ráðuneytisins. Ráðuneytisstjóra hefur ekki verið ekið sérstaklega til flugvallar í bifreið ráðuneytisins.

     6.      Hversu oft og hve háar voru árlegar endurgreiðslur ráðherra og ráðuneytisstjóra vegna styrkja og hvers konar hlunninda sem þeir nutu erlendis og eiga samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar að koma til frádráttar almennum dagpeningagreiðslum?
    Í 7. gr. reglna nr. 1/2009 segir að styrkir og hvers konar hlunnindi varðandi gistingu og fæði sem ríkisstarfsmenn njóta meðan á dvölinni stendur skuli koma til frádráttar almennum dagpeningagreiðslum eftir því sem við á og unnt er að meta hverju sinni.
    Á ferðalögum ráðherra og/eða ráðuneytisstjóra hendir að gestgjafi eða sá aðili sem hýsir fund bjóði veitingar eða standi fyrir kurteisisviðburði sem hæfir tilefninu. Hefð hefur ekki skapast fyrir því að leggja sérstakt mat á umfangið þannig að það hafi leitt til frádráttar frá almennum dagpeningagreiðslum.