Ferill 376. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 890  —  376. mál.
Svar


ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um ferðakostnað og dagpeninga ráðherra.     1.      Hver var frá árinu 2006 árlegur fjöldi ferða ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og þeirra ráðherra sem fóru með málefnasvið hans til útlanda vegna starfa á vegum ráðuneytisins?
    Eftirfarandi tafla sýnir árlegan fjölda ferða ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrirrennara hans til útlanda vegna starfa á vegum ráðuneytisins frá árinu 2006.

Fjöldi ferða ráðherra
2006 4
2007 8
2008 9
2009 9
2010 14
2011 17
2012 4
2013 7
2014 12
2015 13
2016 8
2017 5

     2.      Hve háar voru árlegar greiðslur dagpeninga vegna þessara ferða?
    Fjallað er um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins í reglum fjármálaráðuneytisins nr. 1/2009. Þar kemur fram að ráðherrum og forseta Hæstaréttar skuli greiddir 2/ 3 hlutar dagpeninga en 1/ 3 hluti dagpeninga ef um opinbera heimsókn er að ræða. Auk þess skal þeim greiddur ferða- og gistikostnaður, risnukostnaður og símakostnaður. Í eldri reglum um greiðslu ferðakostnaðar, nr. 39/1992, kom fram að ráðherrum og forseta Hæstaréttar skyldu greiddir fullir dagpeningar. Auk þess skyldi greiða ferða- og gistikostnað, risnukostnað og símakostnað. Samkvæmt sömu reglum skyldi ráðuneytisstjórum, auk fleiri sem sérregla gilti um, greiddir 4/ 5 hlutar fullra dagpeninga, auk ferða-, gisti- og símakostnaðar. Með breytingunni árið 2009 lækkaði fjárhæð dagpeninga vegna ferða ráðherra, sem endurspeglar m.a. þann kostnað sem óhjákvæmilega fellur til vegna ferðalaga og dagpeningagreiðslum er ætlað að standa undir. Að sama skapi var sérregla ráðuneytisstjóra og fleiri afnumin.
    Eftirfarandi tafla sýnir hve háar árlegar greiðslur dagpeninga ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrirrennara hans voru frá árinu 2006.

Dagpeningar ráðherra
2006 302.407
2007 610.171
2008 1.228.981
2009 886.058
2010 1.923.417
2011 1.794.560
2012 202.433
2013 421.392
2014 890.355
2015 1.091.755
2016 655.724
2017 286.043

     3.      Hversu oft á hverju ári fékk ráðherra 1/3 hluta dagpeninga og hve oft 2/3 hluta?
    Reglur nr. 1/2009, um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins, tóku gildi 6. mars 2009. Skv. 9. gr. reglnanna gildir reglan um greiðslu á 1/ 3 hluta og hluta dagpeninga einungis vegna ferða ráðherra og forseta Hæstaréttar.
    Eftirfarandi tafla sýnir hversu oft á ári hverju ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrirrennarar hans fengu 1/ 3 hluta dagpeninga greiddan og hve oft 2/ 3 hluta.

Ráðherra 1/3 Ráðherra 2/3
2006 Á ekki við
2007 Á ekki við
2008 Á ekki við
2009 6
2010 11
2011 16
2012 2
2013 5
2014 12
2015 12
2016 8
2017 5

     4.      Hverjar voru árlegar fjárhæðir vegna hótelgistingar annars vegar og hins vegar annars ferðakostnaðar?
    Eftirfarandi tafla sýnir árlegar fjárhæðir vegna hótelgistingar annars vegar og hins vegar annars ferðakostnaðar vegna ferða ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrirrennara hans frá árinu 2006. Frá september 2012 til maí 2013 var einn ráðherra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Ferðakostnaði vegna hans er skipt jafnt á milli sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Hótelgisting Ferðakostnaður
2006 146.846 400.973
2007 378.119 1.605.678
2008 592.970 2.351.119
2009 309.291 1.523.950
2010 966.496 2.502.006
2011 1.478.669 3.747.685
2012 330.844 805.197
2013 623.076 1.234.349
2014 965.126 2.337.121
2015 1.190.530 3.691.013
2016 475.099 1.366.016
2017 192.170 372.649

     5.      Í hversu mörgum tilfellum hvert þessara ára var ráðherra ekið út á flugvöll í bifreið ráðuneytisins og í hve mörgum tilfellum endurgreiddi hann þann hluta dagpeninga sem ætlaður er til að standa undir þeim hluta ferðakostnaðarins?
    Ráðherra er ekið út á flugvöll í bifreið ráðuneytisins þegar um er að ræða ferðir á vegum ráðuneytisins. Dagpeningar eru ekki skertir vegna ferða í ráðherrabifreið út á flugvöll.

     6.      Hversu oft og hve háar voru árlegar endurgreiðslur ráðherra vegna styrkja og hvers konar hlunninda sem hann naut erlendis og eiga samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar að koma til frádráttar almennum dagpeningagreiðslum?
    Engar upplýsingar liggja fyrir í ráðuneytinu um styrki eða hlunnindi ráðherra í embættiserindum erlendis. Ekki er vitað til þess að styrkir eða hlunnindi hafi komið til frádráttar almennum dagpeningagreiðslum.