Ferill 456. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 897  —  456. mál.

2. umræða.


Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á ábúðarlögum, nr. 80/2004 (úttekt og yfirmat).

Frá atvinnuveganefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Elísabetu Önnu Jónsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Nefndinni barst umsögn um málið frá Bændasamtökum Íslands.
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á V. kafla ábúðarlaga sem fjallar um ábúðarlok. Lagt er til annars vegar að mælt verði fyrir um að úttektarmenn birti málsaðilum niðurstöðu úttektar eins fljótt og unnt er og hins vegar að frestur til að krefjast yfirmats vegna úttektar byrji ekki að líða fyrr en málsaðilum hefur verið birt niðurstaða úttektarinnar.
    Frumvarpið er lagt fram í tilefni af ábendingum umboðsmanns Alþingis sem benti ráðuneytinu á að kærufrestur laganna væri skammur og að hann byrjaði jafnan að líða áður en aðili hefur fengið tilkynningu um ákvörðun.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Ásmundur Friðriksson og Halla Signý Kristjánsdóttur voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 27. apríl 2018.

Lilja Rafney Magnúsdóttir,
form., frsm.
Inga Sæland. Guðjón S. Brjánsson.
Kolbeinn Óttarsson Proppé. Njáll Trausti Friðbertsson. Sigurður Páll Jónsson.
Smári McCarthy.