Ferill 570. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 908  —  570. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um sértæka skuldaaðlögun.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


    Hversu margir einstaklingar sóttu um sértæka skuldaaðlögun, sbr. lög nr. 107/2009, um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins, og í hversu mörgum tilfellum komst á samningur um sértæka skuldaaðlögun? Í hversu mörgum þeirra tilfella hefur fasteign í eigu skuldara verið seld eða ráðstafað til kröfuhafa? Svar óskast sundurliðað eftir árum, mánuðum, lánveitendum og landsvæðum.


Skriflegt svar óskast.