Ferill 572. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 912  —  572. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um krosseignatengsl í sjávarútvegi.

Frá Þorsteini Víglundssyni.


     1.      Hverjar eru fjárfestingar 15 stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins á grundvelli aflamarks í öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum með úthlutuðu aflamarki?
     2.      Hvernig er háttað eftirliti með samanlagðri aflahlutdeild á grundvelli 13. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða?


Skriflegt svar óskast.