Ferill 575. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 915  —  575. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um vefjagigt.

Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.

     1.      Hver er fjöldi þeirra sem hafa verið greindir með vefjagigt og hvert er hlutfall kvenna í þeim hópi? Svar óskast sundurliðað eftir aldri einstaklinga.
     2.      Hvaða þjónusta og úrræði eru fyrir hendi fyrir þá sem hafa einkenni um vefjagigt og hvert er aðgengi þeirra að slíkum úrræðum? Er bið eftir þjónustunni og ef svo er, hve löng er biðin?
     3.      Hver er árangur af meðferð við vefjagigt hér á landi?
     4.      Liggur fyrir mat á lífsgæðum einstaklinga með vefjagigt? Ef svo er, hvað sýnir slíkt mat?
     5.      Hver er fjöldi þeirra sem greindir eru með vefjagigt og eru metnir óvinnufærir eða með örorku? Hve hátt er hlutfall kvenna í þeim hópi? Svar óskast sundurliðað eftir aldri einstaklinga.
     6.      Hvaða kostnaður hlaust af vefjagigt í heilbrigðiskerfinu árið 2017?
     7.      Liggur fyrir heilsuhagfræðilegt mat á kostnaði vegna vefjagigtar hér á landi? Ef svo er, hvað sýnir slíkt mat?


Skriflegt svar óskast.