Ferill 576. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 917  —  576. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um Bankasýslu ríkisins.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hvers vegna hefur ráðherra ekki lagt fram frumvarp um að leggja niður Bankasýsluna eins og kveðið er á um í 9. gr. laga nr. 88/2009, um Bankasýslu ríkisins?
     2.      Hvaða lagaheimildir liggja til grundvallar framlagi úr ríkissjóði til Bankasýslu ríkisins á málefnasviði 5, málaflokki 5.2, á fjárlaganúmeri 09-977 samkvæmt fylgiriti fjárlaga fyrir árið 2018 í ljósi þess að stofnunin skal hafa lokið störfum eigi síðar en fimm árum frá því að hún var sett á fót og verði þá lögð niður, sbr. fyrrgreint ákvæði?
     3.      Telur ráðherra það samræmast grundvallarreglum stjórnsýsluréttar og lögum um ráðherraábyrgð, nr. 4/1963, að starfrækja áfram stofnun sem löggjafinn hefur gert ráð fyrir að lögð hafi verið niður? Telur ráðherra að leita þurfi heimildar hjá Alþingi fyrir áframhaldandi starfsemi stofnunarinnar?


Skriflegt svar óskast.