Ferill 579. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 920  —  579. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um gagnasöfnun vegna byggða- og atvinnuþróunar.

Frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.


     1.      Er einhver nefnd eða stofnun starfandi sem hefur það hlutverk að greina þörf landsbyggðarinnar á gögnum sem nýta má til byggða- og atvinnuþróunar?
     2.      Hefur ráðuneytið skoðað leiðir til að tryggja aðgengi stoðkerfis atvinnulífs á landsbyggðinni að upplýsingum og gögnum, til að mynda frá Hagstofunni, fyrir einstaka landshluta eða landsvæði?


Skriflegt svar óskast.