Ferill 363. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.

Þingskjal 922  —  363. mál.
Viðbót.
Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um störf þingmanna á vegum framkvæmdarvaldsins.


     1.      Hvaða þingmenn hafa setið í nefndum, ráðum, framkvæmdahópum eða öðrum hópum á vegum ráðuneytisins ár hvert frá árinu 2006?
Nefnd og þingmenn Launað Afurð Tímabil Fjöldi funda á tímabilinu
Nefnd um útflutning á óunnum fiski
Einar Oddur Kristjánsson Nei Skýrsla til ráðherra 2007 Ekki tiltekið í skýrslu
Illugi Gunnarsson Nei Skýrsla til ráðherra 2007–2008 Ekki tiltekið í skýrslu
Ráðgjafarnefnd um þróun heimavinnslu og sölu afurða hjá bændum
Jón Gunnarsson Nei Lauk ekki störfum 2008–2010 1
Raforkulaganefnd
Álfheiður Ingadóttir Nei Frumvarp til ráðherra 2008–2009 15
Grétar Mar Jónsson Nei Frumvarp til ráðherra 2008–2009 15
Katrín Júlíusdóttir Nei Frumvarp til ráðherra 2008–2009 15
Lilja Rafney Magnúsdóttir Nei Frumvarp til ráðherra 2009–2010 15
Ólöf Nordal Nei Frumvarp til ráðherra 2008–2010 15
Skúli Helgason Nei Frumvarp til ráðherra 2009–2010 15
Starfshópur um endurskoðun laga um fiskveiðistjórnun
Björn Valur Gíslason Nei Skýrsla til ráðherra 2009–2010 10
Einar K. Guðfinnsson Nei Skýrsla til ráðherra 2009–2010 10
Guðbjartur Hannesson Nei Skýrsla til ráðherra 2009–2010 10
Gunnar Bragi Sveinsson Nei Skýrsla til ráðherra 2009–2010 10
Lilja Rafney Magnúsdóttir Nei Skýrsla til ráðherra 2009–2010 10
Vinnuhópur til að endurskoða jarða- og ábúðarlög
Atli Gíslason Nei Frumvarp til ráðherra 2009 Liggur ekki fyrir
Ásmundur Einar Daðason Nei Frumvarp til ráðherra 2009 Liggur ekki fyrir
Ólína Þorvarðardóttir Nei Frumvarp til ráðherra 2009–2010 Liggur ekki fyrir
Stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins
Kjartan Ólafsson Stjórnarformaður 2009 5
Stýrihópur um heildstæða orkustefnu
Álfheiður Ingadóttir Nei Skýrsla til ráðherra 2009–2011 47
Ráðgjafarhópur um sæstreng
Álfheiður Ingadóttir Nei Skýrsla til ráðherra 2012–2013 15
Ólöf Nordal Nei Skýrsla til ráðherra 2012–2013 15
Sigurður Ingi Jóhannsson Nei Skýrsla til ráðherra 2012–2013 15
Ráðgjafarnefnd fyrir Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Magnús Orri Schram Nei Ráðgjafarráð 2012–2015 9
Starfshópur um endurnýjun skipastóls Hafrannsóknastofnunar
Björn Valur Gíslason Nei Skýrsla til ráðherra 2013 3
Starfshópur varðandi veiðiráðgjöf og nýtingu sjávarauðlinda og ástand í lífríki sjávar
Björn Valur Gíslason Nei Lauk ekki störfum 2009–2010 Liggur ekki fyrir
Starfshópur um raforkumálefni á Norð-Austurlandi
Þórunn Egilsdóttir Nei Ábendingar og tillögur með reglubundnum skýrslum til ráðherra 2014–ólokið 4
Nefnd um skipasmíða- og málmtækniiðnað
Ásmundur Friðriksson Nei Lauk ekki störfum 2014–2015 10
Líneik Anna Sævarsdóttir Nei Lauk ekki störfum 2014–2015 8
Þórunn Egilsdóttir Nei Lauk ekki störfum 2014–2015 1
Starfshópur um stefnumótun um vistkerfi fyrir hagnýtingu internetsins og réttindavernd netnotenda
Jón Þór Ólafsson Nei Drög að skýrslu til ráðherra 2015–2016 Liggur ekki fyrir
Starfshópur um hagnýtingu internetsins í þágu nýsköpunar og atvinnuþróunar
Jón Þór Ólafsson Nei Skýrsla til ráðherra 2014 Liggur ekki fyrir
Starfshópur um mótun tillagna að aukinni matvælaframleiðslu á Íslandi
Ásmundur Einar Daðason Nei Lauk ekki störfum 2015–2016 3
Brynhildur Pétursdóttir Nei Lauk ekki störfum 2015–2016 3
Haraldur Benediktsson Nei Lauk ekki störfum 2015–2016 3
Stjórn AVS-rannsóknasjóðs í sjávarútvegi
Ásmundur Einar Daðason Stjórnarseta 2009–2010 Liggur ekki fyrir
Nefnd um framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni
Hanna Katrín Friðriksson Nei Lauk ekki störfum 2017 Liggur ekki fyrir
Logi Einarsson Nei Lauk ekki störfum 2017 Liggur ekki fyrir
Svandís Svavarsdóttir Nei Lauk ekki störfum 2017 Liggur ekki fyrir
Teitur Björn Einarsson Nei Lauk ekki störfum 2017 Liggur ekki fyrir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir Nei Lauk ekki störfum 2017 Liggur ekki fyrir
Starfshópur um raforkuflutning í dreifbýli (þriggja fasa rafmagn)
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Nei Að störfum 2017–ólokið
Haraldur Benediktsson Nei Að störfum 2017–ólokið
Samráðshópur ráðuneyta um mótun klasastefnu
Haraldur Benediktsson Nei Skýrsla til ráðherra 2015–2017 Liggur ekki fyrir
Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga
Haraldur Benediktsson Nei Að störfum 2018–ólokið

     2.      Hverjar þessara nefnda voru launaðar og hver voru árleg laun hvers þingmanns?
    Kjartan Ólafsson var skipaður formaður stjórnar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins 15. janúar 2009. Hann sat þá á þingi en vék af þingi eftir þingkosningar í apríl 2009. Á þeim tíma sem hann sat sem þingmaður í stjórn sjóðsins fyrri hluta árs 2009 fékk hann greiddar um 450 þús. kr. í stjórnarlaun. Ásmundur Einar Daðason sat í stjórn AVS-rannsóknasjóðs í sjávarútvegi á árunum 2009 og 2010. Hann fékk greiðslu að fjárhæð 53.568 kr. árið 2009.

     3.      Hvað má ætla að þingmenn hafi lagt mikla vinnu í tímum talið í störf fyrir nefndina ár hvert?
    Ekki liggja fyrir í öllum tilvikum upplýsingar um vinnutíma sem liggja að baki setu í nefndum og ráðum á vegum ráðuneytisins. Í töflunni eru upplýsingar um fjölda funda eftir því sem þær upplýsingar liggja fyrir. Að jafnaði má gera ráð fyrir tveimur klukkutímum á hvern fund.

     4.      Hafa þingmenn fengið laun fyrir aðra vinnu á vegum ráðuneytisins? Ef svo er, fyrir hvað og hvenær?
    Nei.

     5.      Hafa þingmenn unnið ólaunaða vinnu við verkefni eða nefndastörf á vegum ráðuneytisins frá árinu 2006, og ef svo er, hvaða?
    Þingmenn hafa setið í nefndum og ekki fengið sérstaklega greitt fyrir það eins og fram kemur í svari við 1. lið. Þar eru taldir upp allir þeir þingmenn sem hafa setið í nefndum á því tímabili sem spurt er um og kemur þar fram hvaða nefnd er um að ræða ásamt því hvort greitt var sérstaklega fyrir setuna eða ekki.

     6.      Hafa þingmenn fengið laun sem verktakar frá ráðuneytinu frá árinu 2006 og ef svo er, fyrir hvaða verkefni og hver var fjárhæð umbunar fyrir það?
    Nei.

     7.      Hvaða „afurð“ skilaði hver nefnd sem þingmaður átti sæti í af sér í lok starfstíma nefndarinnar og hvert var henni skilað?
    Sjá þriðja töfludálk í svari við 1. lið.

     8.      Hvaða reglur hefur ráðuneytið sett um setu þingmanna í nefndum á vegum ráðuneytisins?
    Ráðuneytið hefur ekki skriflegar reglur um setu þingmanna í nefndum á vegum þess.