Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.

Þingskjal 924  —  167. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um markaðar tekjur.

Frá fjárlaganefnd.


     1.      Við b-lið 15. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fjárveitingin skal að lágmarki nema áætlun fjárlaga um tekjur af gjaldinu skv. 1. mgr.
     2.      Í stað orðanna „Viðlagatryggingar“ og „viðlagatryggingu“ tvívegis í 1. efnismgr. 20. gr. komi: Náttúruhamfaratryggingar; og: Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
     3.      Við 31. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra skal á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ákvarða fjárveitingu til reksturs Póst- og fjarskiptastofnunar sem nemur að lágmarki áætlun fjárlaga um tekjur af gjöldum samkvæmt þessari grein.
     4.      Við 46. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Framlagið skal að lágmarki nema 0,325% af fjárhæð gjaldstofns tryggingagjalds skv. III. kafla.
     5.      Við 47. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fjárveitingin skal að lágmarki nema 0,13% af fjárhæð gjaldstofns tryggingagjalds skv. III. kafla miðað við upplýsingar um fjárhæð stofns tryggingagjalds næstliðins árs.
     6.      Við 48. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fjárveitingin skal að lágmarki nema 0,13% af gjaldstofni tryggingagjalds skv. III. kafla laga um tryggingagjald, nr. 113/1990, miðað við upplýsingar um fjárhæð stofns tryggingagjalds næstliðins árs.