Ferill 601. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 966  —  601. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um NPA-samninga.

Frá Þorsteini Víglundssyni.


     1.      Til hve langs tíma eru NPA-samningar gerðir að jafnaði?
     2.      Hvernig er verðlagsuppfærslu þessara samninga háttað?
     3.      Er tryggt að launabreytingar á vinnumarkaði skili sér í verðlagsuppfærslu samninganna frá gildistöku hækkana?
     4.      Er sambærilegt fyrirkomulag verðlagsuppfærslu hjá þeim sveitarfélögum sem eru með gildandi NPA-samninga?


Skriflegt svar óskast.