Ferill 603. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 968  —  603. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um ónýttan persónuafslátt.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


    Hver var heildarupphæð ónýtts persónuafsláttar þeirra sem rétt áttu á persónuafslætti samkvæmt lögum um tekjuskatt árin 2016 og 2017 og hve margir einstaklingar áttu ónýttan persónuafslátt við lok hvors árs? Svar óskast sundurliðað eftir árum og eftirfarandi aldurshópum:
     a.      16–20 ára,
     b.      21–25 ára,
     c.      26–35 ára,
     d.      36–50 ára,
     e.      51–66 ára,
     f.      67 ára og eldri.


Skriflegt svar óskast.