Ferill 611. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 983  —  611. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um breyttar áherslur í opinberum innkaupum.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Hver hefur ávinningurinn verið af breyttum áherslum í opinberum innkaupum sem kynntar voru í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í október 2016 í kjölfar setningar nýrra laga um opinber innkaup, nr. 120/2016? Hafa verið sett á fót fleiri tilraunaverkefni er snúa að hagkvæmum innkaupum síðan 2016? Hver eru fyrirhuguð næstu skref í því að innleiða aukna hagkvæmni í opinberum innkaupum?
     2.      Hver var ávinningurinn af útboði á flugfarmiðum Stjórnarráðsins í febrúar 2016 og hver eru fyrirhuguð næstu skref? Hefur farið fram útboð á flugmiðum fyrir stofnanir ríkisins? Ef ekki, hvenær er það fyrirhugað? Hver voru heildarkaup ríkisins (A-hluta) á flugmiðum árin 2016 og 2017?
     3.      Hver var ávinningurinn af rammasamningi um kaup á raforku frá 1. júní 2016 til tveggja ára? Hver voru heildarkaup ríkisins (A-hluta) á raforku árin 2016 og 2017 (í kWst og krónum.)


Skriflegt svar óskast.