Ferill 620. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1027  —  620. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um gerðabækur kjörstjórna.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvar eru gerðabækur kjörstjórna geymdar milli kosninga?
     2.      Hverjir hafa heimild til að lesa gerðabækur kjörstjórna og hvenær er hægt að lesa þær?
     3.      Eru geymd afrit af gerðabókum kjörstjórna? Hvernig er þeirri afritun háttað, hvar fer hún fram og hvar eru afritin geymd?
     4.      Eru geymd stafræn og tölvuleitanleg afrit af gerðabókum kjörstjórna? Hvernig er aðgangi að þeim stýrt?
     5.      Er til verklag um yfirferð á frávikum sem skráð eru í gerðabók við kosningar og um viðbrögð við þeim frávikum?


Skriflegt svar óskast.